Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júlí 2024 09:28 JD Vance segir að Demókrataflokkurinn reki ófjölskylduvæna stefnu sem hvetji til barnleysis. AP Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Ummælin lét hann falla í viðtali við Tucker Carlson árið 2021, en myndband þar sem hann lætur ummælin falla hefur farið á verulegt flug á samfélagsmiðlum síðustu daga. Í viðtalinu sagði hann að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Ummælin hafa víða vakið upp hörð viðbrögð. Demókrataflokkurinn ófjölskylduvænn „Þetta er augljóslega kaldhæðnisleg athugasemd. Fólk er að einblína of mikið á kaldhæðnina en ekki það sem ég raunverulega átti við,“ sagði Vance í viðtali við Megyn Kelly á föstudaginn. „Ég stend ennþá við kjarnann í því sem ég sagði,“ sagði hann. Kveðst hann ekki hafa verið að gagnrýna barnlaust fólk, heldur Demókrataflokkinn, sem hann segir reka ófjölskylduvæna og óbarnvæna stefnu. J.D Vance er varaforsetaefni Donalds Trump.Getty „Það sem ég átti við, er að þegar maður eignast börn, verður faðir eða móðir, ég held það hafi verulega mikil áhrif á lífsviðhorfin sem maður hefur,“ sagði Vance. „Samfélagið okkar er farið að líta barneignir hornauga, það er það sem ég er að segja,“ sagði Vance, sem á þrjú börn sjálfur. Barnlaust fólk fararbroddi Demókrataflokksins Í upphaflega viðtalinu árið 2021, þar sem hann lét ummælin falla, gerði hann athugasemdir við það að sumir pólitískir leiðtogar ættu ekki börn, til dæmis Kamala Harris. Harris er stjúpmóðir tveggja barna en á ekki börn sjálf. „Ég óska Harris, stjúpbörnum hennar og allri hennar fjölskyldu alls hins besta. Ég er ekki að segja að hún sé ómerkilegri en aðrir sem eiga börn. Punkturinn í því sem ég er að segja er að hennar flokkur hefur rekið mjög óbarnvæna stefnu við stjórnvölin,“ sagði Vance. Þá ítrekaði Vance að gagnrýnin beindist ekki gegn fólki sem getur ekki eignast börn af líffræðilegum eða öðrum læknisfræðilegum ástæðum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47 Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Hét því að endurvekja bandaríska drauminn „Ég heiti hverjum Bandaríkjamanni því, hvaða flokk sem þú kýst, að gefa allt sem ég hef. Að þjóna ykkur og gera þetta land að stað þar sem þeir draumar sem þú átt fyrir sjálfan þig, fjölskyldu þína og landið þitt geta orðið að raunveruleika.“ 18. júlí 2024 06:47
Hver er J.D. Vance? Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. 16. júlí 2024 11:15