Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júlí 2024 22:57 Mynd úr flugi yfir Skálm síðdegis. Sveinbjörn Darri Matthíasson Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar segir að samkvæmt mælingum hafi verulega dregið úr rennslinu í Skálm. Mælirinn sé staðsettur á brúnni yfir Skálm við þjóðveg 1 og því hafi hlaupið úr Mýrdalsjökli hafi náð hámarki þar. Samkvæmt allra fyrsta mati sé talið að stærðargráðan á hlaupinu hafi verið um þúsund rúmmetrar á sekúndu við þjóðveginn. Engin merki sjáist um að hlaupvatn hafi borist í Múlakvísl eða aðrar ár undan Mýrdalsjökli. Fram kemur að verulega hafi dregið úr óróanum sem fór að mælast um klukkan ellefu í morgun og því sé ekki við öðru að búast en að smám saman fari að draga úr rennslinu í Skálm. Nokkrir dagar geti liðið þangað til að rennslið í Skálm komist í eðlilegt horf miðað við árstíma. Þá heldur Veðurstofan áfram að vakta svæðið og fylgjast náið með óróa og jarðskjálftavirkni undir jöklinum. Tekið getur allt að sólarhring fyrir þá virkni að komast aftur í það sem kallast „eðlileg bakgrunnsvirkni“, þannig að hægt verði að lýsa því yfir að þessari atburðarás sé lokið. Eldgos ekki orsök jökulhlaupsins í dag Loks kemur fram að engin merki sjáist í gögnum Veðurstofunnar um að eldgos hafi orsakað jökulhlaupið sem varð í dag. Þó svo að um óvenju stórt hlaup hafi verið að ræða, sé jökulhlaupið vegna jarðhita í kötlum jökulsins, bræðsluvatn safnist fyrir sem síðar hlaupi fram undan jöklinum. GPS mælir sem staðsettur á Austmannsbungu sýni skýr merki um að breytingar sem mældust í öskjunni að um venjubundið jökulhlaup sé að ræða. Þó sé óljóst hvað veldur því að meira vatn fari af stað en almennt gengur og gerist úr slíkum hlaupum. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug með vísindamönnum frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands nú síðdegis til að kanna aðstæður. Samkvæmt Veðurstofunni var staðfest í því flugi að hlaupvatn hafi einungis komið undan Sandfellsjökli og borist þaðan í farveg árinnar Skálmar. Ekki hafi verið skyggni yfir Mýrdalsjökli til þess að staðfesta úr hvaða kötlum hlaupvatnið kom.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Mýrdalshreppur Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira