Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan tvö í dag á Suðurlandi, Suðausturlandi og Miðhálendi. Búist er við mikilli rigningu og fólk er hvatt til að sýna aðgát. Viðvörunin verður í gildi til mánudagsmorguns.
Gæti orðið ófært í Þórsmörk

Búast má við talsverðri eða mikilli rigningu á sunnanverðu landinu síðdegis í dag og fram á morgundaginn. Þá er viðbúið að vatnshæð í ám og lækjum hækki umtalsvert og geta vöð orðið ófær, þá sérstaklega í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og við Langasjó.