Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan komnar á blað á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2024 14:15 Það var eðlilega mikil gleði í leikslok. Suður-Súdan Landslið Suður-Súdan í körfubolta vakti verðskuldaða athygli í aðdraganda Ólympíuleikanna sem nú fara fram í París þegar það þurfti stjörnuframmistöðu frá LeBron James til að tryggja Bandaríkjunum eins stigs sigur. Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies. Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Björtu stjörnurnar frá Suður-Súdan sýndu í dag það var engin tilviljun að liðið stóð í stjörnuliði Bandaríkjanna þegar það mætti Puerto Rico. Lið Suður-Súdan er með gælunafnið Björtu stjörnurnar og hefur unnið hug allra í heimalandinu sem og víðar um Afríku ef marka má frétt The Guardian. Battling early! pic.twitter.com/UrnpAZW4Gg— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Þjóðin er í 33. sæti heimslista FIBA, Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, sem er afrek þar sem ekki eru neinir vellir innanhúss í landinu. Þá er vert að taka fram að Suður-Súdan er yngsta land í heimi en landsið fékk sjálfstæði árið 2011 eftir margra ára borgarstyrjöld. Tíð átök, fátækt og hungursneið eru þó enn vandamál sem Suður-Súdan glímir við. Þrátt fyrir að Suður-Súdan sé skipað sumu af hávaxnasta fólki í heimi má segja að Ólympíulið þeirra sé skipað flóttamönnum vegna ástandsins þar í landi. Luol Deng spilaði á sínum tíma fyrir Bretland og átti góðan feril í NBA-deildinni. Hann kemur upprunalega frá Suður-Súdan og hefur bæði þjálfað landsliðið sem og verið forseti körfuknattleiksambandsins þar í landi. Leikmenn liðsins eru nær allt flóttamenn eða þá menn sem fæddust erlendis eftir að foreldrar þeirra flúðu bágar aðstæður þar í landi. Þrátt fyrir allt þetta hefur lið Suður-Súdan vakið mikla athygli undanfarna daga, þá sérstaklega fyrir ótrúlega frammistöðu gegn stjörnuprýddu liði Bandaríkjanna. Vissulega var um vináttuleik að ræða en Bandaríkjamenn fögnuðu ógurlega þegar LeBron tókst að snúa leiknum þeim í hag, lokatölur 101-100. Suður-Súdan hefur haldið góðu gengi sínu áfram og vann frábæran ellefu stiga sigur á Puerto Rico í C-riðli Ólympíuleikanna, lokatölur 90-79. Um er að ræða fyrsta sigur þjóðarinnar á Ólympíuleikunum og hver veit nema þeir verði enn fleiri. HISTORY MADE!! 🇸🇸 pic.twitter.com/8qIYJeVE6h— South Sudan Basketball (@SSBFed) July 28, 2024 Carlik Jones, fyrrverandi leikmaður Dallas Mavericks, Denver Nuggets og Chicago Bulls, var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka 7 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Þar á eftir kom Bul Kuol, leikmaður Sydney Kings í Ástralíu, með 17 stig, 3 fráköst og jafn margar stoðsendingar. Þá skoraði Wenyen Gabriel 9 stig og tók 9 fráköst en hann hefur spilað fyrir lið á borð við Sacramento Kings, Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans, Brooklyn Nets, Los Angeles Lakers og Clippers ásamt Memphis Grizzlies.
Körfubolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira