Pabbi Endrick gat ekki hætt að gráta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2024 10:31 Endrick fór líka að gráta þegar hann sá föður sinn gráta á kynningarhátíð brasilíska undrabarnsins á Estadio Santiago Bernabeu. Getty/Angel Martinez Real Madrid kynnti brasilíska undrabarnið Endrick til leiks um helgina og það var risastór stund fyrir fjölskyldu hins átján ára gamla Endrick. Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Foreldrar Endrick voru bæði mætt á Santiago Bernabeu og viðbrögð föðurins vöktu sérstaka athygli. Faðir hans, Douglas de Sousa Silva Ramos, gat nefnilega ekki hætt að gráta. Tilfinningar voru hreinlega að bera hann ofurliði og kannski ekki af ástæðulausu. Fabrizio Romano sagðist vita ástæðuna fyrir þessum miklu og sterku viðbrögðum Douglas de Sousa á þessum tímapunkti. Hann rifjaði upp þegar Douglas de Sousa sagði sögu af drengnum sínum. Pabbi, ég er svo svangur „Ég man það enn í dag þegar Endrick var strákur og kom til mín. Hann bað um eitthvað að borða: Pabbi, ég er svo svangur,“ sagði Douglas. „Ég sagði við Endrick, son minn. Ég á bara ekkert handa þér. Þá byrjaði ég að gráta og hann fór að gráta líka. Hann faðmaði mig síðan lengi,“ sagði Douglas en hélt áfram: „Strákurinn snéri síðan að mér og sagði: Pabbi, ekki hafa áhyggjur. Ég verð fótboltamaður og mun hjálpa þér út úr þessum vandræðum,“ rifjaði Douglas upp. Treyja númer sextán „Þetta var árið 2016 og ég var að vinna við að byggja nýtt hús í Céu Azul. Ég var þarna að vinna í Palmeiras-treyju númer sextán. Árið 2022 þá lék Endrick sinn fyrsta leik sem atvinnumaður með Palmeiras og í treyju númer sextán,“ sagði Douglas. Þarna stóð strákurinn hans við hlið Florentino Pérez, forseta Real Madrid, fyrir framan fjörutíu þúsund stuðningsmenn og haldandi á Real Madrid treyju númer sextán. Það er kannski ekkert skrýtið að tárin hafi runnið hjá föður hans. Endrick fór líka sjálfur að gráta þegar hann sá tárin renna hjá föður sínum. Endrick hefur unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu og nú verður fróðlegt að sjá hvert hlutverk hans verður hjá mjög vel mönnuðu liði Real Madrid sem er líka að kynna Kylian Mbappé til leiks í haust. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira