Maduro endurkjörinn í afar óeðlilegum kosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 07:45 Maduro, sem er lærisveinn Hugo Chávez, virðist hafa tryggt sér sex ár til viðbótar á forsetastóli. AP/Fernando Vergara Nicolás Maduro hefur verið lýstur sigurvegari forsetakosninganna í Venesúela en stjórnarandstaðan segir þær hafa verið meingallaðar og boðað hefur verið til mótmæla. „Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur. Venesúela Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
„Við unnum og allur heimurinn veit það,“ sagði María Corina Machado, vinsælasti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í morgun. Hún sagði niðurstöðurnar, sem sýndu Maduro hafa fengið 51,2 prósent atkvæða, ómögulegar samkvæmt útgönguspám. Milljónir höfðu fylkt sér að baki forsetaefni stjórnarandstöðunnar, Edmundo González, sem varð mótframbjóðandi Maduro eftir að stjórnvöld komu í veg fyrir að Machado gæti boðið sig fram. Hann hét því meðal annars að endurvekja lýðræðið í landinu og fá þá aftur heim sem hefðu flúið land. Edmundo Gonzalez og Maria Corina Machado. Stjórnarandstaðan segir úrslitin hreinlega ómöguleg.AP/Matias Delacroix Samkvæmt New York Times hafa embættismenn í sumum kjördæmum neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæða en án þeirra er ómögulegt að staðfesta úrslitin. Þá varð blaðamaður miðilsins vitni að því á kjörstað í Caracas hvernig fimmtán menn í ómerktum svörtum jökkum meinuðu fólki aðgengi um tíma. Kona var kýld í örtröðinni sem myndaðist. Á mörgum stöðum opnuðu kjörstaðir seint og sums staðar hættu kosningavélarnar að virka. Annars staðar var kjörstöðum haldið opið lengur á meðan flokksbræður Maduro smöluðu á vettvang. Fregnir hafa einnig borist af nýjum, óformlegum kjörstöðum og því að kjörstaðir hafi verið færðir án þess að láta fólk vita. Stjórnvöld eru einnig sögð hafa gripið til aðgerða í aðdraganda kosninganna til að tryggja Maduro sigur, meðal annars með því að handtaka starfsmenn framboðs Gonzáles og koma í veg fyrir að utankjörfundaratkvæðagreiðslur.
Venesúela Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira