Lífið

Líf og fjör í 30 ára af­mæli Mærudaga

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Mærudagar fögnuðu 30 ára afmæli um helgina.
Mærudagar fögnuðu 30 ára afmæli um helgina. SAMSETT

Stemningin var gríðarleg á Húsavík um helgina þegar að Mærudagar voru haldnir hátíðlegir í þrítugasta skiptið. Gestum var boðið upp á heljarinnar dagskrá, tónleika, fjör, hlaup, froðurennibraut, karnivalstemningu og fleira til. 

Húsvíkingurinn og tónlistardrottningin Birgitta Haukdal var meðal þeirra sem tróðu upp og sömuleiðis rappararnir Daniil og Birnir ásamt fjölda tónlistaratriða. Birgitta var síðust á svið og fagnaði afmæli sínu á miðnætti. Hún fékk almennilegan afmælissöng frá gestum hátíðarinnar. 

Ljósmyndarinn Viktor Freyr var á svæðinu og náði stemningunni á filmu. Hér má sjá vel valdar myndir frá hátíðinni: 

Hátíðin var gríðarlega vel sótt.Vísir/Viktor Freyr
Rapparinn Birnir tróð upp og tók smelli á borð við lagið Spurningar.Vísir/Viktor Freyr
Dagskráin bauð upp á fjölbreytta og skemmtilega viðburði.Vísir/Viktor Freyr
Afmælisdrottningin Birgitta Haukdal mætti í skærbleiku dressi.Vísir/Viktor Freyr
Fólkið tók vel á móti Birgittu sem er alin upp á Húsavík.Vísir/Viktor Freyr
Þessar voru í miklu stuði.Vísir/Viktor Freyr
Græn og í góðum gír!Vísir/Viktor Freyr
Froðurennibrautin sló í gegn.Vísir/Viktor Freyr
Mikið tónlistarfjör hjá Elvari og Guðna.Vísir/Viktor Freyr
Gestir brostu breitt og skemmtu sér vel.Vísir/Viktor Freyr
Ferskir og flottir!Vísir/Viktor Freyr
Stemningin var í hæstu hæðum!Vísir/Viktor Freyr
Gleðin var við völd á Mærudögum.Vísir/Viktor Freyr
Ólíkar kynslóðir komu saman og skemmtu sér á Húsavík um helgina.Vísir/Viktor Freyr
Birgitta tryllti lýðinn.Vísir/Viktor Freyr
Guðrún Huld Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri Mærudaga var í skýjunum með hátíðina. Vísir/Viktor Freyr
Einar Óli sem vakti athygli í Idolinu steig á stokk.Vísir/Viktor Freyr
Strákar í stuði!Vísir/Viktor Freyr
Mikið stuð!Vísir/Viktor Freyr
Skál í boðinu!Vísir/Viktor Freyr
Einar Óli naut sín vel á sviðinu.Vísir/Viktor Freyr
Viddi Greifi var í gír!Vísir/Viktor Freyr
Rapparinn Daniil skemmti fólkinu.Vísir/Viktor Freyr
Birgitta naut sín vel.Vísir/Viktor Freyr
Stuð í froðurennibrautinni!Vísir/Viktor Freyr
Þessar vinkonur brostu breytt í froðunni!Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×