Orri Steinn skoraði annan deildarleikinn í röð þegar FCK lagði AGF eftir að lenda tvívegis undir á heimavelli í gær, sunnudag. Lokatölur 3-2 en Orri Steinn skoraði annað mark sinna manna á 73. mínútu. Hann hefur nú skorað tvö mörk í tveimur leikjum og hefur sagt að plan sitt sé að berjast um gullskóinn þó hann taki bara einn leik í einu.
Conrad Harder, framherji Nordsjælland, skoraði í 2-2 jafntefli gegn ríkjandi meisturum Midtjylland á laugardaginn var. Eftir leik sagði Conrad hreinlega að markmiðið væri að skora fleiri mörk en Orri Steinn þar sem það myndi líklega þýða að gullskórinn væri hans.
„Mér finnst það bara flott. Ég svaraði og sagði honum að ég hlakkaði til baráttunnar. Ég kann vel við Harder sem leikmann og hann er að standa sig vel,“ sagði Orri Steinn er hann var spurður út í ummæli Harder.
Målscorer Orri: Parken har været savnet🗣️
— F.C. København (@FCKobenhavn) July 28, 2024
Óskarsson har fået en solid start på denne sæsons Superliga med to mål i de første to kampe. Hør fra vores islandske angriber lige efter sejren mod AGF her.https://t.co/STAU0X9VWV#fcklive #sldk
Harder er fæddur árið 2005 og því ári yngri en Orri Steinn sem framlengdi nýverið samning sinn við FCK eftir mikinn áhuga frá Girona á Spáni. Það verður áhugavert að sjá hvort þessir ungu framherjar standa við stóru orðin en ljóst er að miklar væntingar eru gerðar til beggja sem hafa byrjað tímabilið af krafti í ár.