Glæsileg 64 ára gömul rúta vekur mikla athygli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2024 20:04 Rútan er glæsileg í alla staði eins og sjá má, 64 ára gömul. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún vekur mikla athygli gamla uppgerða rútan frá Króki í Ölfusi, Bens 1960 árgerð, sem fer nú um vegina eins og ný, rauð og hvít á litinn með bílnúmerið X – 44. Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Bílar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Hún er glæsileg rútan sem Jón Ögmundsson í Króki í Ölfusi gerði upp af sinni alkunni snilld með aðstoð góðs fólks, enda lítur rútan út eins og ný en hún er þó orðin 64 ára gömul. „Það eru örfáir menn á Íslandi, sem kunna að aka svona tæknibúnaði, það eru engar tölvur og það þýðir ekki að setja nútímamenn undir stýri á þessu. Þetta er vel gert og allt haft original, þannig að þetta er bara eins og nýtt eins og þú sérð, bæði að utan og innan,” segir Einar Gíslason, gamalreyndur rútubílstjóri. Rútan er mjög falleg og vekur alltaf mikla athygli. „Já, hún er rosalega falleg og gaman að þessu og þeir eiga heiður skilinn, sem leggja aurana sína og vinnu í að viðhalda svona menningarverðmætum,” bætir Einar við. Einar Gíslason keyrði rútuna og líkaði það mjög vel enda vanur að keyra rútur sem þessa frá því í gamla daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Einar tók nýlega að sér að keyra fyrrverandi skipstjóra og útgerðarmenn á rútunni um Ölfusið og í Þorlákshöfn en allt eru þetta skólabræður úr Stýrimannaskólanum, sem halda alltaf hópinn með sínum konum. „Við erum að halda upp á að það eru 60 ár frá því að við útskrifuðumst og erum búin að hittast í 40 ár einu sinni á ári,” segir Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn og fararstjóri ferðarinnar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður í Þorlákshöfn, sem var fararstjóri ferðarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig líst þér á rútuna sem þú ert að fara í? „Rútuna, hún bara tilheyrir þessum árgangi og þetta er bara gott að fá svona jafnaldra í hópinn,” segir Birgir Sigurðsson, fyrrverandi útgerðarmaður á Höfn í Hornafirði. Hvernig leggst það í þig að fara í þessa rútu? „Mjög vel, hún er svo falleg, rauð og hvít og hæfir hópnum vel,” segir Auður Höskuldsdóttir, farþegi í rútunni. Séð inn í rútuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hress og skemmtilegur hópur, sem fór í skoðunarferðina um Ölfus og Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Bílar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira