Mótmæli vegna endurkjörs Venesúelaforseta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júlí 2024 21:42 Veggspjöld af Maduro í ljósum logum í Caracas í dag. AP Efnt hefur verið til mótmæla víða í Venesúela vegna endurkjörs Nicolás Maduro í embætti forseta. Maduro hlaut 51 prósent atkvæða, þvert á það sem útgönguspár gerðu ráð fyrir og hefur stjórnarandstaðan þar í landi sagt kosningarnar meingallaðar. Við aðalherstöðina í höfuðborginni Caracas safnaðist fólk saman og kveikti eld í áróðursveggspjöldum Maduro, samkvæmt umfjöllun CNN. Endurkjörið hefur vakið upp heift og telja sérfræðingar ný bylgja óeirða í landinu sé yfirvofandi. Stjórnarandstaðan undir forystu Mariu Corinu Machado sakar yfirvöld um kosningasvindl en meðlimum hennar var til að mynda meinaður aðgangur inn í höfuðstöðvar kjörstjórnarinnar þar sem atkvæði voru talin í gærkvöldi og í nótt. CNN hefur eftir Machado að samkvæmt gögnum stjórnarandstöðunnar hafi Edmundo Gonzalez mótframbjóðandi Maduro sigrað kosningarnar með sjötíu prósent atkvæða gegn þrjátíu prósent. „Við unnum, það vita það allir,“ hefur miðillinn eftir henni. Bandaríkin, Perú og Síle eru meðal þeirra ríkja sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og gert ákall eftir því að yfirvöld í Venesúela birti ítarlegar niðurstöður kosninganna umsvifalaust. Lögum samkvæmt verði niðurstöður að vera aðgengilegar öllum. Þögul mótmæli á Íslandi Samtökin No Borders efndu til þögulla mótmæla við Hallgrímskirkju fyrir hönd samfélags flóttafólks frá Venesúela á Íslandi í dag. Yfirlýst markmið mótmælanna var að fordæma einræði og meðvirkni ríkisstjórna í heiminum auk þess að vara við fólksflutningabylgju sem gæti orðið vegna úrslitanna. Vísir/Arnar Vísir/Arnar Vísir/Arnar Venesúela Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Við aðalherstöðina í höfuðborginni Caracas safnaðist fólk saman og kveikti eld í áróðursveggspjöldum Maduro, samkvæmt umfjöllun CNN. Endurkjörið hefur vakið upp heift og telja sérfræðingar ný bylgja óeirða í landinu sé yfirvofandi. Stjórnarandstaðan undir forystu Mariu Corinu Machado sakar yfirvöld um kosningasvindl en meðlimum hennar var til að mynda meinaður aðgangur inn í höfuðstöðvar kjörstjórnarinnar þar sem atkvæði voru talin í gærkvöldi og í nótt. CNN hefur eftir Machado að samkvæmt gögnum stjórnarandstöðunnar hafi Edmundo Gonzalez mótframbjóðandi Maduro sigrað kosningarnar með sjötíu prósent atkvæða gegn þrjátíu prósent. „Við unnum, það vita það allir,“ hefur miðillinn eftir henni. Bandaríkin, Perú og Síle eru meðal þeirra ríkja sem hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og gert ákall eftir því að yfirvöld í Venesúela birti ítarlegar niðurstöður kosninganna umsvifalaust. Lögum samkvæmt verði niðurstöður að vera aðgengilegar öllum. Þögul mótmæli á Íslandi Samtökin No Borders efndu til þögulla mótmæla við Hallgrímskirkju fyrir hönd samfélags flóttafólks frá Venesúela á Íslandi í dag. Yfirlýst markmið mótmælanna var að fordæma einræði og meðvirkni ríkisstjórna í heiminum auk þess að vara við fólksflutningabylgju sem gæti orðið vegna úrslitanna. Vísir/Arnar Vísir/Arnar Vísir/Arnar
Venesúela Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira