Um þúsund bréfberar misst fingur eða framan af fingri á fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. júlí 2024 08:33 Hundarnir sem ráðast á bréfbera eru af ýmsum tegundum. Getty Um þúsund bréfberar á Bretlandseyjum hafa misst fingur eða framan af fingri á síðustu fimm árum eftir að hafa verið bitnir af hundi þegar þeir voru að setja bréf inn um póstlúgu. Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Um það bil 42 bréfberar verða fyrir árás hunds í hverri viku en 2,206 árásir voru skráðar á tólf mánuðum fram til 31. mars 2024. Um er að ræða 15 prósent fjölgun frá fyrra ári og þá var fjölgunin frá 2022 til 2023 einnig 15 prósent. „Margir hljóta sár sem breyta lífi þeirra,“ segir Dave Joyce, öryggis- og heilbrigðisfulltrúi Communication Workers Union, í samtali við Guardian. „Margir geta ekki haldið áfram sem bréfberar sökum líkamlegra og andlegra áhrifa þessara árása.“ Guardian ræddi við þrjá bréfbera sem höfðu allir orðið fyrir árás hunds eða hunda og verið bitnir í andlitið, fætur og hendur. „Ég sagði hæ,“ segir Kirsteen Hobson, sem hitti viðskiptavin fyrir utan hjá honum. „Ég beygði mig niður til að ná í póstinn, til að rétta honum hann, og það næsta sem ég veit er að það er hundur á andlitinu mínu, bókstaflega á andlitinu mínu,“ segir hún. Hobson missti hluta varar sinnar og var bitin þrisvar í andlitið og í lærið áður en hún náði að forða sér. Paula Anderson, sem hefur fimm sinnum orðið fyrir árás hunda við störf, hefur meðal annars verið bitin í úlnliðinn og olnbogann. Um var að ræða ýmsar tegundir, til að mynda bull mastiff, jack russell og chihuahua. Sérfræðingar segja fjölgun árása ýmsu um að kenna, meðal annars því að fólk sé nú aftur farið að mæta í vinnuna eftir að hafa verið heima með hundunum í Covid. Þá hafi póstsendingum fjölgað með aukinni netverslun og þannig álagi á hundana. Þetta og fleira hafi áhrif á hegðun dýranna. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Hundar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05 Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58 Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Sjá meira
Bréfberi bitinn af hundi á Suðurnesjum Bréfberi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur lagt fram kæru eftir að hundur beit hann nýverið þar sem hann var að störfum. 18. desember 2018 12:05
Bréfberi tapaði skaðabótamáli eftir hundsbit Tæplega fimmtugur bréfberi, sem var bitinn af hundinum Skugga við skyldustörf, tapaði máli í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann krafðist þess að eigendur Skugga væru gerðir skaðabótaskyldir vegna árásar hundsins. Þá stefndi hann einnig tryggingafélagi eigendanna. 24. mars 2010 13:58
Smáhundar bitu bréfbera Bréfberi hjá Póstinum tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni að tveir hundar hefðu veist að sér og annar þeirra bitið sig. Bréfberinn var að bera út póst í kjallaraíbúð í umdæminu og stóð hurðin opin. Fyrr en varði komu tveir hundar af mexíkósku smáhundakyni út og beit annar hundurinn hann í fótinn svo áverkar hlutust af. 28. september 2012 15:19