Torfþakið varð að mýri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 30. júlí 2024 09:00 Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mál Brákarborgar á Kleppsveg 150-152 er allt hið ótrúlegasta. Ljóst er að mis¬tök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd leikskólans en ekki liggur fyrir hver beri ábyrgð. Komið hefur í ljós að burðurinn sem heldur uppi þakinu er ekki í samræmi við núgildandi staðla sem leitt hefur m.a. til að hurðir hafa skekkst í dyrakörmum. Hér er um alvarleg mistök að ræða sem kostar gríðarlegt fjármagn og mun koma illa við borgarsjóð og borgarbúa. Fulltrúi Flokks fólksins mun vilja fá upplýsingar um hvernig þetta gat gerst í ljósi þeirra þekkingar sem liggja fyrir í byggingariðnaði. Talið er að kostnaður muni hlaupa á tugum milljóna. Flokkur fólksins mun einnig spyrja um hvað þetta verkefni kostar í heild sinni þegar upp er staðið? Hver ber á þessu ábyrgð? Er kannski sambærilegur vandi í uppsiglingu í fleiri byggingum sem skarta eiga torfþökum? Af hverju torfþök núna? Torfið hægir vissulega á rennsli vatns ofan í frárennsliskerfin sem geta sprungið. Hafa skal í huga að sú mikla þétting byggðar víða í borginni eykur álag á frárennsliskerfi sem er ekki hannað nema fyrir ákveðinn mannfjölda. Þakið orðið að mýri Fulltrúi Flokks fólksins lýsti yfir áhyggjum sínum á þeim tíma sem hönnunartillagan var kynnt, áhyggjur sem lutu að gerð torfþaks. Flokkur fólksins lagði þá fram viðvörunarbókun. Á húsið var lagt torfþak sem reyndist þyngra en reiknað var með og tilgreint var á teikningum. Reikna má með að sérfræðingar á skipulags-, hönnunar- og arkitektasviði viti að vatn er þungt. Benda má á að 10 mm úrkoma, sem er ósköp venjuleg í Reykjavík, eru 10 lítrar eða 10-kg á fermetra. Losna þarf fljótt við það vatn ef það er á þaki. Það gengur illa á flötu þaki því að vatnið má ekki renna niður í bygginguna. Vatnið þarf að færast frá miðju þaksins út í rennur sem tekur óratíma. Því má segja að með torfþakinu á Brákarborg hafi verið mynduð mýri. Torfþök fyrr á öldum voru brött. Þá skyldu menn að vatnið þyrfti að renna fljótt brott. Sú þekking kann að hafa glatast meðal hönnuða? Ótímabær opnun og verðlaun í ofanálag Það sem gerir málið sérlega vandræðalegt er að hönnun Brákarborgar fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem borgarstjóri veitti stoltur viðtöku. Leikskólinn Brákarborg var opnaður löngu áður en hann var tilbúinn til að hýsa starfsemina. Ástand húsnæðisins var með öllu ófullnægjandi. Vankantar voru m.a. á loftræstikerfi og ljósabúnaði. En það í sjálfu sér hefur ekki að gera með torfþakið og dómgreindarleysið að baki þeirri ákvörðun. Í svari skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn um af hverju lá svo mikið á að taka leikskólann í notkun áður en framkvæmdum var lokið segir að „neyðarstaða væri komin upp varðandi annan leikskóla sem þurfti að flytja úr sínu húsnæði vegna rakamála og þurfti á eldra húsnæði Brákarborgar að halda“. Nú þarf að flytja leikskólann Brákarborg í húsnæði í Ármúla, skrifstofuhúsnæði sem engan vegin er ásættanlegur staður fyrir börn. Húsnæðið sem um ræðir er í Ármúla 28-30 og hefur áður hýst grunnskólastarfsemi. Óþægindin koma illa við börnin á Brákarborg og foreldra þeirra. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun