Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2024 15:52 Bebe King, Alice Dasilva Aguiar og Elsie Dot Stancombe voru allar á dansnámskeiði við tónlist Taylors Swift þegar sautján ára piltur réðst á þær vopnaður hnífi. Þær létust af sárum sínum. Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis. Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Fimm börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að sautján ára piltur réðst á þau vopnaður hníf. Börnin voru þátttakendur á dansnámskeiði með Taylor Swift þema. Yfirkennari við Marshside grunnskólann þar sem Bebe gekk í skóla segir sorgina mikla eftir að einn efnilegasti nemandi og skærasta stjarna skólans er horfin svo sviplega á braut. Lögregluþjónn tekur við blómvendi til að leggja við vettvang hryllilegrar hnífaárásar í Southport í gær.Getty/Christopher Furlong „Skólasamfélagið syrgir saman og stendur með öðrum íbúum í Southport. Blessuð sé minning Bebe,“ segir Natasha Sandland yfirkennari. Jennifer Sephton, yfirkennari við Farnborough Road grunnskólann, lýsir Elsie sem umhyggjusamri stúlku og vinur allra sem urðu á vegi hennar. Hún hafi verið ástríkur og jákvæður hluti af dásamlegu samfélagi í skólanum alveg síðan hún mætti fyrsta daginn á háhesti á öxlum föður síns. Alice Dasilva var fædd á Englandi en af portúgölskum og venesúelskum uppruna. Lögreglumenn við vettvang árásarinnar í Southport við ána Mersey á norðvestanverðu Englandi.AP/James Speakman/PA „Haltu áfram að brosa og dansa eins og þú elskar að gera prinsessan okkar. Einsog við höfum svo oft sagt þér þá ertu prinsessan okkar og engin getur breytt því. Við elskum þig, hetjuna okkar. Mamma og pabbi,“ sagði í færslu frá fjölskyldu Alice á samfélagsmiðlum. Dansnámskeiðið var skipulagt af Leanne Lucas sem er önnur hinna fullorðnu sem liggur þungt haldinn eftir árásina. Hún hefur verið hyllt fyrir hugrekki þegar hnífamaðurinn mætti á staðinn. Þá hefur íbúa á svæðinu verið lýst sem hetju fyrir að hafa gripið inn í. Tónlistarkonan Taylor Swift hefur sagt atburðinn hörmulega hvíla þungt á henni. Sautján ára piltur er í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp. Hann var fæddur í Cardiff en á ættir að rekja til Rúanda. Fyrrverandi nágrannar hafa lýst fjölskyldunni sem venjulegri og börnunum sömuleiðis.
Hnífaárás í Southport Bretland England Tengdar fréttir Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00 Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Sjá meira
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Átta enn í lífshættu eftir árásina mannskæðu í Southport Sex börn og tveir fullorðnir liggja enn þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir að sautján ára gamall piltur gekk berserksgang með hníf á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvert tilefni árásarinnar var en tvö börn eru þegar látin. 30. júlí 2024 08:00
Tvö börn stungin til bana í Southport Tvö börn létu lífið í fólskulegri stunguárás í bænum Southport í Norður-Englandi í dag. Níu börn til viðbótar særðust í árásinni, þar af sex alvarlega. 29. júlí 2024 18:38
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent