Tugir lögregluþjóna slasaðir eftir óeirðir öfgamanna í Southport Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2024 08:45 Skríll hægriöfgamanna gerði aðsúg að mosku eftir minningarstund í Southport í gærkvöldi. Þeir létu svo lausamuni rigna yfir lögreglumenn. AP/Richard McCarthy/PA Breskur þingmaður segir „óþokka“ bera ábyrgð á uppþotunum sem 39 lögreglumenn slösuðust í eftir minningarstund um barnung fórnarlömb hnífaárásarinnar í Southport í gær. Múrsteinum var meðal annars kastað í lögreglumenn og kveikt í lögreglubíl. Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi. Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Óeirðirnar brutust út þegar hópur manna gerði aðsúg að mosku skömmu eftir minningarstundina í gærkvöldi. Talið er að þar hafi verið á ferð stuðningsmenn hægriöfgasamtakanna Enska varnarbandalagsins (EDL). Átta lögreglumenn slösuðust alvarlega í átökunum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. Sautján ára gamall piltur stakk fjölda barna og tvo fullorðna sem reyndu að koma þeim til varnar á dansnámskeiði með Taylor Swift þema á mánudag. Þrjár stúlkur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fleiri liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi. Rangar fullyrðingar um árásarmanninn í dreifingu Lögreglan segir að öfgamönnunum hafi hlaupið kapp í kinn vegna rangra fullyrða á samfélagmiðlum um að árásin tengdist íslamskri öfgahyggju. Árásarmaðurinn er fæddur í Cardiff í Wales en einhverjir enskir fjölmiðlar hafa sagt hann son innflytjenda frá Rúanda. Breska ríkisútvarpið BBC segir piltinn ekki hafa nein þekkt tengsl við íslam. Yfirvöld og lögregla höfðu áður varað almenning við því að dreifa ekki óstaðfestum fréttum af árásinni. Engu að síður hafa rangar fullyrðingar um að pilturinn sé hælisleitandi með arabískt nafn farið sem eldur í sinu í kreðsum hægriöfgamanna og útlendingahatara. „Það hafa verið svo miklar vangaveltur og tilgátur um stöðu sautján ára gamals karlmanns sem er í haldi lögreglu og sumir notfæra sér það til þess að koma með ofbeldi og glundroða á götur okkar. Við höfum þegar sagt að sá handtekni fæddist í Bretlandi og vangaveltur hjálpa engum á þessari stundu,“ segir Alex Goss, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Um þúsund manns voru viðstaddir minningarstund um fórnarlömb árásarinnar í Southport í gærkvöldi.AP/James Speakman/PA Ræna sorg aðstandenda og bæjarins Öfgamennirnir réðust á moskuna, köstuðu múrsteinum, flösku, flugeldum og steinum. Margir þeirra voru hettu- eða grímuklæddir. Þegar lögreglumenn reyndu að skakka leikinn rifu mótmælendurnir meðal annars múrsteina úr garðveggjum og sóttu sér ruslatunnur sem þeir hentu í lögreglumenn sem reyndu að verja sig með óeirðarskjöldum. Patrick Hurley, þingmaður Southport úr Verkamannaflokknum, lýsti mótmælendunum sem „ölvuðum óþokkum“ og að óeirðunum hefði verið stýrt af aðkomumönnum. Sakaði hann þá um að notfæra sér dauða þriggja barna í pólitískum tilgangi. Þeir hafi „rænt“ sorg bæjarins og fjölskyldna þeirra. „Þetta fólk vanvirðir algerlega fjölskyldur þeirra látnu og særðu og vanvirða algerlega bæinn,“ sagði Hurley í útvarpsviðtali. Fordæmdi hann ennfremur að lögreglumenn sem daginn áður hafi hugað að særðum fórnarlömbum árásarinnar hafi mátt sæta grjótkasti í gærkvöldi.
Bretland Hnífaárás í Southport Erlend sakamál Tengdar fréttir Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52 Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15 Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Foreldrar og kennarar minnast ungu stúlknanna Stelpurnar þrjár sem létust í hnífaárás í Southport á Englandi í gær hétu Bebe King, Elsie Dot Stancombe og Alice Dasilva Aguiar. Þær voru sex, sjö og níu ára gamlar. 30. júlí 2024 15:52
Þriðja stelpan látin í Southport Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára eru látnar og fimm börn til viðbótar eru þungt haldin eftir hnífaárás á dansnámskeiði í Southport í Englandi í gær. 30. júlí 2024 12:15
Fjöldi barna stunginn á Norðvestur-Englandi Að minnsta kosti átta manns voru stungnir þegar karlmaður gekk berserksgang í bænum Southport á Norðvestur-Englandi í dag. Fórnarlömbin eru sögð börn en árásarmaðurinn er í haldi lögreglu sem lagði einnig hald á hníf. 29. júlí 2024 13:45