„Skrýtinn“ höggstaður á Trump sem snýr sér að kynþætti Harris Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Demókratar keppast nú við að lýsa Trump og J.D. Vance sem „skrýtnum“ við hvert tækifæri sem gefst. AP/Evan Vucci Brotthvarf Joes Biden úr forsetaframboði hefur neytt bæði demókrata og repúblikana til þess að endurhugsa kosningabaráttu sína. Demókratar reyna að útmála repúblikana sem „skrýtna“ en Donald Trump kýs að beina spjótum sínum að kynþætti Kamölu Harris. Allt virtist stefna í nokkuð öruggan sigur Trump í forsetakosningunum í nóvember, jafnvel áður en Biden þótti standa sig herfilega í sjónvarpskappræðum þeirra tveggja fyrr í sumar. Eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem forsetaefni demókrata og Harris varð væntanlegur frambjóðandi flokksins hefur stemningin í kringum flokkana tvo breyst umtalsvert. Nú eru repúblikanar komnir í vörn á meðan demókratar hafa prófað sig áfram með nýjar leiðir til að koma höggi á mótherja sína í augum kjósenda. Kamala Harris smellir kossi á Doug Emhoff, eiginmann sinn. Trump hélt því nýlega fram að Harris væri illa við gyðinga. Emhoff er gyðingur.AP/Susan Walsh Skilaði litlu að rísa hátt Þegar Trump lét fúkyrði fjúka um leiðtoga demókrata í gegnum tíðina var viðkvæði þeirra lengi að sökkva ekki niður á sama plan. Í kosningabaráttunni árið 2016 minntist Trump varla á Hillary Clinton, mótframbjóðanda sinn, án þess að uppnefna hana „Spilltu Hillary“. Clinton svaraði með því að segja að „þegar þeir leggjast lágt, rísum við hátt“. Það gagnaðist Clinton lítið sem tapaði kosningunum óvænt. Trump hefur haldið uppteknum hætti síðan og kallað Joe Biden forseta „Syfjaða Jóa“ og fjölskyldu hans glæpamenn. Kamölu Harris varaforseta hefur hann kallað loddara og illkvitnislega. Demókratar reyndu á móti að mála Trump sem ógn við lýðræðið en það virtist ekki hreyfa mikið við kjósendum sem flakka á milli flokkanna tveggja og ráða alla jafna úrslitum kosninga vestanhafs. Þeir hafa nú hins vegar fundið óvæntan höggstað á Trump og varaforsetaefni hans með því svara á vissan hátt í sömu mynt og kalla þá „skrýtna“. Hillary Clinton bað demókrata um að sökkva ekki niður á sama plan og Trump þegar hann réðst á hana með uppnefnum árið 2016. Framboð Harris virðist ætla að taka annan pól í hæðina, nú átta árum síðar.Vísir/EPA „Gamall og frekar skrýtinn?“ Með Harris í brúnni hefur kosningabarátta demókrata fengið á sig annan blæ og eru kjósendur flokksins nú mun áhugasamari en áður um að styðja sinn frambjóðanda. Á sama tíma virðist nýjasta skot þeirra á mótherjana hafa náð í gegn: að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, séu „skrýtnir“ náungar. Boltinn byrjaði að rúlla eftir að Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris, kallaði Vance „bara skrýtinn“ í sjónvarpsviðtali í síðustu viku. Hann fylgdi því eftir með því að kalla Trump skrýtinn fyrir að tala ítrekað um fjöldamorðingjann Hannibal Lecter úr kvikmyndinni „Lömbin þagna“ á kosningafundum. Síðan þá hefur hver demókratinn á fætur öðrum lýst repúblikönum almennt sem furðufuglum í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Stuðningsmenn þeirra hafa endurómað málflutninginn á netinu. „Trump er gamall og frekar skrýtinn?“ var á meðal talpunkta sem framboð Harris sendi frá sér til að bregðast við viðtali Trump við Fox-sjónvarpsstöðina fyrir viku. Dagana á eftir lýsti framboðið því ítrekað yfir í fréttatilkynningum að Vance væri skrýtinn. Gagnrýnina má ekki síst rekja til gamalla ummæla Vance um barnlaust fólk og leiðtoga Demókrataflokksins. Lýsti hann demókrötum eins og Harris sem eru ekki líffræðilegir foreldrar sem „barnlausum kattarkonum“ sem ættu ekki beinna hagsmuna að gæta í framtíð Bandaríkjanna og vildu að öllum liði illa eins og þeim sjálfum. Hann hefur einnig viðrað hugmyndir um að barnafólk ætti að fá aukið atkvæðavægi í kosningum. Jafnvel Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, sem reynir um fram aðra þingmenn að fara bil beggja flokka tók þátt í að skjóta á Vance. „Það er sannarlega skrýtin afstaða. Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Það var mjög skrýtið. Ég trúði því ekki,“ sagði Manchin þegar hann var spurður út ummæli Vance um barnlaust fólk. Ekki fundið mótsvar sem virkar ennþá Repúblikanar hafa átt erfitt með að bregðast við þessari nýju nálgun andstæðinga sinna. „Þau kalla okkur skrýtin þannig að ég kalla þau skrýtnari. Það er það sem ég gerði í framhaldsskóla,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída. „Ég veit ekki hver fann upp á þessum skilaboðum, en ég hylli þau,“ segir David Karpf, prófessor í almanntengslum við George Washington-háskóla við AP-fréttastofuna. Skilaboðin séu stutt og hnitmiðuð og fari í taugarnar á andstæðingnum sem geti leitt til þess að þeir geri illt verra með vanstilltum viðbrögðum. „Til þessa hafa Trump og Vance ekki getað fundið svar sem virkar,“ segir Karpf. Vance sjálfur reyndi að snúa árásum demókrata gegn þeim og deildi myndbandi af Harris ræða um hvernig loftslagskvíði geti fengið fólk til að efast um að eignast börn í framtíðinni. „Það er næstum eins og þetta fólk vilji ekki að ungt fólk stofni fjölskyldu eða eitthvað. Mjög skrýtið dæmi,“ tísti Vance á samfélagsmiðlinum sem áður gekk undir nafninu Twitter. Vance hefur þrátt fyrir það átt í vök að verjast vegna ummæla sinna. Hann segir þau hafa verið sett fram í kaldhæðni. Það eina sem hann hafi átt við að fólk fái nýja sýn á lífið þegar það eignast börn. Trump neyddist til þess að verja varaforsetaefni sitt með þeim orðum að Vance kynni að meta fjölskylduna. Jafnvel áður en kattakonuummæli hans komust í hámæli mældist Vance óvanalega óvinsælt varaforsetaefni. Kannanir sem voru gerðar eftir að Trump valdi hann til starfans sýndu að hann væri verst liðna varaforsetaefni flokkana frá 1980. It's clear from the numbers that the attack on Vance/Trump as "weird" has penetrated the zeitgeist. Searches for weird are way up on Google, and the topics that are driving that are all political. Might be part of why some polls show Vance's bad net favorables falling further. pic.twitter.com/U9McCVI5ew— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 2, 2024 Segir Harris hafa „orðið“ svarta með tímanum Trump og repúblikanar hafa átt erfitt með að bregðast við umbreytingunum á kosningabaráttunni með innkomu Harris. Þeir hafa reynt fyrir sér með því að kenna Harris um stríðan straum hælisleitenda á suðurlandamærunum að Mexíkó og kallað hana „landamærastjóra“ Biden. Síðustu dagana hefur Trump ákveðið að setja kynþátt Harris á oddinn og reyna að vefengja að hún sé raunverulega svört. Móðir Harris er indversk en faðir hennar blökkumaður upphaflega frá Jamaíka. „Ég vissi ekki að hún væri svört fyrr en fyrir nokkrum árum þegar svo vildi til að hún varð svört og nú vill hún vera þekkt sem svört. Þannig að ég veit það ekki. Er hún indversk eða er hún svört?“ sagði Trump á viðburði Samtaka svartra blaðamanna á miðvikudagsskvöld. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur,“ sagði fyrrverandi forsetinn við dræmar undirtektir viðstaddra. Kynþáttaárásir gætu orðið aðalmálið hvort sem repúblikönum líkar betur eða verr Ekki eru allir repúblikanar sannfærðir um hversu viturlegt það sé að ráðast á Harris fyrir uppruna hennar, þar á meðal sumir innan framboðs Trump sjálfs. Þeir vilja að Trump velgi Harris undir uggum með því að vega að stefnumálum hennar og kenna henni um verðbólgu og ástandið á landamærunum. AP-fréttastofan segir að í ljósi þess hvernig Trump hefur talað um kynþáttamál í gegnum tíðina sé ekki ósennilegt að þessar árásir verði efst á baugi hjá frambjóðandanum, hvort sem repúblikönum líkar betur eða verr. „Trump virðist halda að hann geti gagnrýnt hana fyrir hvernig hún hefur nálgast kynþátt sinn. Það er enginn sem hlustar á slíka gagnrýni. Það skiptir engu máli. Það kemur í bakið á honum ef þetta snýst um kynþátt,“ segir Frank Luntz, skoðanakönnuður Repúblikanaflokksins sem er gamall í hettunni. Niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir rýnihóp óháðra kjósenda beint eftir viðtalið við Trump á miðvikudag benti til þess að árásir á kynþátt Harris gætu komið niður á Trump sjálfum á meðal þeirra kjósenda sem ráða að líkindum úrslitum í nóvember. Ósennilegt er að Trump, sem haslaði sér völl í bandarískum stjórnmálum með samsæriskenningum um að Barack Obama væri ekki raunverulegur Bandaríkjamaður, hlusti á mótbárur. Hann hélt áfram að höggva í sama knérunn á samfélagsmiðli sínum Truth Social á fimmtudag þar sem hann birti gamla mynd af Harris með indverskri móðurfjölskyldu sinni og „þakkaði“ henni fyrir ást sína á indverskri arfleið sinni. Trump hélt áfram að hæðast að Harris og kynþætti hennar á samfélagsmiðli sínum. Harris hefur ítrekað talað um svartan og indverskan uppruna sinn í gegnum tíðina.Skjáskot Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. 27. júlí 2024 09:28 Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. 24. júlí 2024 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Allt virtist stefna í nokkuð öruggan sigur Trump í forsetakosningunum í nóvember, jafnvel áður en Biden þótti standa sig herfilega í sjónvarpskappræðum þeirra tveggja fyrr í sumar. Eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem forsetaefni demókrata og Harris varð væntanlegur frambjóðandi flokksins hefur stemningin í kringum flokkana tvo breyst umtalsvert. Nú eru repúblikanar komnir í vörn á meðan demókratar hafa prófað sig áfram með nýjar leiðir til að koma höggi á mótherja sína í augum kjósenda. Kamala Harris smellir kossi á Doug Emhoff, eiginmann sinn. Trump hélt því nýlega fram að Harris væri illa við gyðinga. Emhoff er gyðingur.AP/Susan Walsh Skilaði litlu að rísa hátt Þegar Trump lét fúkyrði fjúka um leiðtoga demókrata í gegnum tíðina var viðkvæði þeirra lengi að sökkva ekki niður á sama plan. Í kosningabaráttunni árið 2016 minntist Trump varla á Hillary Clinton, mótframbjóðanda sinn, án þess að uppnefna hana „Spilltu Hillary“. Clinton svaraði með því að segja að „þegar þeir leggjast lágt, rísum við hátt“. Það gagnaðist Clinton lítið sem tapaði kosningunum óvænt. Trump hefur haldið uppteknum hætti síðan og kallað Joe Biden forseta „Syfjaða Jóa“ og fjölskyldu hans glæpamenn. Kamölu Harris varaforseta hefur hann kallað loddara og illkvitnislega. Demókratar reyndu á móti að mála Trump sem ógn við lýðræðið en það virtist ekki hreyfa mikið við kjósendum sem flakka á milli flokkanna tveggja og ráða alla jafna úrslitum kosninga vestanhafs. Þeir hafa nú hins vegar fundið óvæntan höggstað á Trump og varaforsetaefni hans með því svara á vissan hátt í sömu mynt og kalla þá „skrýtna“. Hillary Clinton bað demókrata um að sökkva ekki niður á sama plan og Trump þegar hann réðst á hana með uppnefnum árið 2016. Framboð Harris virðist ætla að taka annan pól í hæðina, nú átta árum síðar.Vísir/EPA „Gamall og frekar skrýtinn?“ Með Harris í brúnni hefur kosningabarátta demókrata fengið á sig annan blæ og eru kjósendur flokksins nú mun áhugasamari en áður um að styðja sinn frambjóðanda. Á sama tíma virðist nýjasta skot þeirra á mótherjana hafa náð í gegn: að Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, séu „skrýtnir“ náungar. Boltinn byrjaði að rúlla eftir að Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris, kallaði Vance „bara skrýtinn“ í sjónvarpsviðtali í síðustu viku. Hann fylgdi því eftir með því að kalla Trump skrýtinn fyrir að tala ítrekað um fjöldamorðingjann Hannibal Lecter úr kvikmyndinni „Lömbin þagna“ á kosningafundum. Síðan þá hefur hver demókratinn á fætur öðrum lýst repúblikönum almennt sem furðufuglum í viðtölum og á samfélagsmiðlum. Stuðningsmenn þeirra hafa endurómað málflutninginn á netinu. „Trump er gamall og frekar skrýtinn?“ var á meðal talpunkta sem framboð Harris sendi frá sér til að bregðast við viðtali Trump við Fox-sjónvarpsstöðina fyrir viku. Dagana á eftir lýsti framboðið því ítrekað yfir í fréttatilkynningum að Vance væri skrýtinn. Gagnrýnina má ekki síst rekja til gamalla ummæla Vance um barnlaust fólk og leiðtoga Demókrataflokksins. Lýsti hann demókrötum eins og Harris sem eru ekki líffræðilegir foreldrar sem „barnlausum kattarkonum“ sem ættu ekki beinna hagsmuna að gæta í framtíð Bandaríkjanna og vildu að öllum liði illa eins og þeim sjálfum. Hann hefur einnig viðrað hugmyndir um að barnafólk ætti að fá aukið atkvæðavægi í kosningum. Jafnvel Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Vestur-Virginíu, sem reynir um fram aðra þingmenn að fara bil beggja flokka tók þátt í að skjóta á Vance. „Það er sannarlega skrýtin afstaða. Ég hef aldrei heyrt þetta áður. Það var mjög skrýtið. Ég trúði því ekki,“ sagði Manchin þegar hann var spurður út ummæli Vance um barnlaust fólk. Ekki fundið mótsvar sem virkar ennþá Repúblikanar hafa átt erfitt með að bregðast við þessari nýju nálgun andstæðinga sinna. „Þau kalla okkur skrýtin þannig að ég kalla þau skrýtnari. Það er það sem ég gerði í framhaldsskóla,“ sagði Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Flórída. „Ég veit ekki hver fann upp á þessum skilaboðum, en ég hylli þau,“ segir David Karpf, prófessor í almanntengslum við George Washington-háskóla við AP-fréttastofuna. Skilaboðin séu stutt og hnitmiðuð og fari í taugarnar á andstæðingnum sem geti leitt til þess að þeir geri illt verra með vanstilltum viðbrögðum. „Til þessa hafa Trump og Vance ekki getað fundið svar sem virkar,“ segir Karpf. Vance sjálfur reyndi að snúa árásum demókrata gegn þeim og deildi myndbandi af Harris ræða um hvernig loftslagskvíði geti fengið fólk til að efast um að eignast börn í framtíðinni. „Það er næstum eins og þetta fólk vilji ekki að ungt fólk stofni fjölskyldu eða eitthvað. Mjög skrýtið dæmi,“ tísti Vance á samfélagsmiðlinum sem áður gekk undir nafninu Twitter. Vance hefur þrátt fyrir það átt í vök að verjast vegna ummæla sinna. Hann segir þau hafa verið sett fram í kaldhæðni. Það eina sem hann hafi átt við að fólk fái nýja sýn á lífið þegar það eignast börn. Trump neyddist til þess að verja varaforsetaefni sitt með þeim orðum að Vance kynni að meta fjölskylduna. Jafnvel áður en kattakonuummæli hans komust í hámæli mældist Vance óvanalega óvinsælt varaforsetaefni. Kannanir sem voru gerðar eftir að Trump valdi hann til starfans sýndu að hann væri verst liðna varaforsetaefni flokkana frá 1980. It's clear from the numbers that the attack on Vance/Trump as "weird" has penetrated the zeitgeist. Searches for weird are way up on Google, and the topics that are driving that are all political. Might be part of why some polls show Vance's bad net favorables falling further. pic.twitter.com/U9McCVI5ew— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) August 2, 2024 Segir Harris hafa „orðið“ svarta með tímanum Trump og repúblikanar hafa átt erfitt með að bregðast við umbreytingunum á kosningabaráttunni með innkomu Harris. Þeir hafa reynt fyrir sér með því að kenna Harris um stríðan straum hælisleitenda á suðurlandamærunum að Mexíkó og kallað hana „landamærastjóra“ Biden. Síðustu dagana hefur Trump ákveðið að setja kynþátt Harris á oddinn og reyna að vefengja að hún sé raunverulega svört. Móðir Harris er indversk en faðir hennar blökkumaður upphaflega frá Jamaíka. „Ég vissi ekki að hún væri svört fyrr en fyrir nokkrum árum þegar svo vildi til að hún varð svört og nú vill hún vera þekkt sem svört. Þannig að ég veit það ekki. Er hún indversk eða er hún svört?“ sagði Trump á viðburði Samtaka svartra blaðamanna á miðvikudagsskvöld. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur,“ sagði fyrrverandi forsetinn við dræmar undirtektir viðstaddra. Kynþáttaárásir gætu orðið aðalmálið hvort sem repúblikönum líkar betur eða verr Ekki eru allir repúblikanar sannfærðir um hversu viturlegt það sé að ráðast á Harris fyrir uppruna hennar, þar á meðal sumir innan framboðs Trump sjálfs. Þeir vilja að Trump velgi Harris undir uggum með því að vega að stefnumálum hennar og kenna henni um verðbólgu og ástandið á landamærunum. AP-fréttastofan segir að í ljósi þess hvernig Trump hefur talað um kynþáttamál í gegnum tíðina sé ekki ósennilegt að þessar árásir verði efst á baugi hjá frambjóðandanum, hvort sem repúblikönum líkar betur eða verr. „Trump virðist halda að hann geti gagnrýnt hana fyrir hvernig hún hefur nálgast kynþátt sinn. Það er enginn sem hlustar á slíka gagnrýni. Það skiptir engu máli. Það kemur í bakið á honum ef þetta snýst um kynþátt,“ segir Frank Luntz, skoðanakönnuður Repúblikanaflokksins sem er gamall í hettunni. Niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir rýnihóp óháðra kjósenda beint eftir viðtalið við Trump á miðvikudag benti til þess að árásir á kynþátt Harris gætu komið niður á Trump sjálfum á meðal þeirra kjósenda sem ráða að líkindum úrslitum í nóvember. Ósennilegt er að Trump, sem haslaði sér völl í bandarískum stjórnmálum með samsæriskenningum um að Barack Obama væri ekki raunverulegur Bandaríkjamaður, hlusti á mótbárur. Hann hélt áfram að höggva í sama knérunn á samfélagsmiðli sínum Truth Social á fimmtudag þar sem hann birti gamla mynd af Harris með indverskri móðurfjölskyldu sinni og „þakkaði“ henni fyrir ást sína á indverskri arfleið sinni. Trump hélt áfram að hæðast að Harris og kynþætti hennar á samfélagsmiðli sínum. Harris hefur ítrekað talað um svartan og indverskan uppruna sinn í gegnum tíðina.Skjáskot
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. 27. júlí 2024 09:28 Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40 Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. 24. júlí 2024 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Útskýrir ummælin um barnlausar kattarkonur Varaforsetaefni Donalds Trump hefur gripið til varna fyrir ummæli sem hann lét falla 2021, um að Demókrataflokkurinn samanstandi af „barnlausum kattarkonum sem lifa í eymd.“ Hann segir Demókrataflokkinn reka ófjölskylduvæna stefnu, og líta barneignir hornauga. 27. júlí 2024 09:28
Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 25. júlí 2024 12:40
Sagði Harris vanhæfa sökum barnleysis Myndskeið er í dreifingu á netinu sem sýnir J.D. Vance, varaforsetaefni Donald Trump, gera lítið úr Kamölu Harris og fleiri Demókrötum vegna barnleysis. 24. júlí 2024 08:00