Þegar ósannindi og ósvinna keyra um þverbak Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. ágúst 2024 08:01 Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Undirritaður bjó í Þýzkalandi frá 1989 til 2016, í hjarta ESB, í 27 ár, og fylgdist gjörla með þróun ríkjasambandsins, en það blasti og blasir við, að Evrópa verði að standa samhent og sameinuð, ef hún á að geta staðið af sér áskoranir framtíðarinnar og varið og tryggt sitt frelsi, sitt sjálfstæði, sína menningu og sína velferð. Eftir að ég kom til baka, hef ég áfram vakað yfir þróun ríkjasambandsins, enda hef ég lengst af verið með annan fótinn áfram í Evrópu. Um mína reynslu og þekkingu á Evrópusambandinu, Evru og Evrópu, hef ég svo skrifað greinar hér til að koma þeirri þekkingu og vitneskju, sem ég hef aflað mér á áratugaskeiði, á framfæri. Staðreyndum. Einnar er sá maður, sem virðisr vera á mála við það, að útbreiða óhróðri og ósannindum um ESB, Evru og Evrópu. Sá er vel þekktur hér, skrifar nánast daglega pistla hér, um þetta eina mál. Hjörtur J. Guðmundsson. Í morgun skrifaði hann enn eina greinina hér, reyndar ekki nýja, heldur með aðeins öðru orðalagi, en áður, þar sem hann fullyrður m.a. þetta: „Telja má nánast á fingrum annarrar handar þá málaflokka sem einróma samþykki, stundum kallað neitunarvald, á enn við um þegar teknar eru ákvarðanir í ráðherraráði Evrópusambandsins. Hér áður var það reglan en heyrir nú til undantekninga”. Hér er það rétta í þessu máli: Neiturnarvaldið, sem öll aðildarríkin hafa, margmenn sem fámenn, stór sem smá, nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: 1. Skattlagning hvers konar 2. Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbindingar og fjárveitingar 3. Félagsleg vernd og öryggi almennings 4. Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja 5. Öryggis- og varnarmál sambandsríkjanna 27 6. Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd 7. Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landmærum og flóttafólki. Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum aðildarríki, myndum samþykkja. Með þessu fengjum við í hendur gífurlegt áhrifavald á gang mála og þróun sambandsins. Þessu neitunarvaldi er heldur ekki hægt að breyta, draga úr því eða fella það niður, nema að öll aðildarríkin samþykki, sem væntanlega verður aldrei. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar