Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. ágúst 2024 06:55 Trump og Harris fara nú hratt yfir og freista þess að ná til sem flestra kjósenda. AP Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Um var að ræða pallborð stjórnað af Rachel Scott, þingfréttaritara ABC News, Harris Faulkner, þáttastjórnanda hjá Fox News, og Kadiu Goba, sem fjallar um stjórnmál fyrir Semafor. Trump mætti klukkustund of seint og hóf svo leika á því að ráðast gegn Scott, eftir að hún spurði forsetann fyrrverandi að því af hverju svartir kjósendur ættu að treysta honum í ljósi þess að hann hefði ítrekað viðhaft móðgandi ummæli um svarta. „Í fyrsta lagi þá held ég að ég hafi aldrei verið spurður spurningar á svona hræðilegan hátt,“ svaraði Trump og spurði síðan sjálfur hvort Scott ynni fyrir „falsfréttastöðina“ ABC News. Sagðist Trump hafa gert margt fyrir svarta í Bandaríkjunum, meira en nokkur annar forseti síðan Abraham Lincoln, og að þetta væri dónaleg byrjun á samtalinu. Scott spurði Trump seinna út í staðhæfingar Repúblikana að Harris hefði aðeins verið valin sem varaforsetaefni Biden til að fylla fjölbreytileikakvóta. „Er hún indversk eða er hún svört?“ svaraði Trump. „Ég virði bæði en hún gerir það augljóslega ekki því hún var indversk alla leið en svo allt í einu snérist hún og varð svartur einstaklingur.“ Harris, sem á indverska móður og svartan föður, svaraði Trump á kosningafundi í Texas og sagði um að ræða „sömu gömlu sýninguna“. „Og leyfið mér bara að segja; bandaríska þjóðin á betra skilið. Bandaríkjamenn verðskulda leiðtoga sem segir sannleikann. Leiðtoga sem svarar ekki með andúð og reiði þegar staðreyndir eru bornar upp við hann. Við verðskuldum leiðtoga sem skilur að það að við erum ólík sundrar okkur ekki, heldur er það styrkur okkar.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent