„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 11:12 Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. vísir/vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“ Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Helga sem hefst á orðunum: „Í mínum huga eru Arnarfjörður og Dýrafjörður nafli alheimsins. Það finnst a.m.k. sveitadurginum mér sem líklega hefði nú mátt skóla betur í mannlegum samskiptum.“ „Er klárlega mannlegur. Kannski um of – eða hvað? Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð. En gerðum hlutum verður ekki breytt. Þegar öllu á botninn er hvolft þá er ekkert sem ég hef sagt sem kastar rýrð á störf mín sem vararríkissaksóknari.“ Í morgun fjallaði Vísir um mörg ummæli og „læk“ Helga á samfélagsmiðlum sem hafa vakið eftirtekt. Nánar má lesa um það hér. Stendur enn á sínu Í færslu Helga minnist hann á nokkur ummæli sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir, en segist þó enn standa á sinni skoðun. „Ég stend fastur á því að það sé mannlegt að ljúga sér til bjargar þegar neyðin er mikil,“ segir Helgi og vísar þar með til ummæla sem hann viðhafði árið 2022 þegar mikil umræða hafði skapast um hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar. „Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?“ skrifaði Helgi Magnús þá á Facebook og deildi frétt um málið. Í kjölfarið var hann áminntur af Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Nú segist Helgi Magnús enn standa fastur á því að í dómsmálum eigi báðar raddir að fá að heyrast og að opinberir starfsmenn séu ekki án alls tjáningarfrelsis. „Enn fastar stend ég á því að við þurfum að standa vörð um íslenskt samfélag og gildi þess. Hefði ég mátt orða hlutina öðruvísi? Já mögulega.“ Helgi segist glaður áminna sjálfan sig, en hann sér ekki tilefni til að slík áminning komi frá yfirmanni hans eða dómsmálaráðherra. En líkt og greint hefur verið frá hefur Sigríður ríkissaksóknari síðan lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi verður leystur frá störfum tímabundið og taki hegðun hans til skoðunar. „Það er lífsins gangur að viðurkenna lestina sína, vinna í þeim og halda áfram. Meira getur enginn einstaklingur gert. Tek mitt á mig.“
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Stjórnsýsla Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira