Fjarlægði númerið úr símaskránni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 12:14 Þorgrímur Þráinsson stóð í ströngu fyrir tuttugu árum í baráttunni gegn reykingum. Vísir/Vilhelm Þorgrímur Þráinsson fjarlægði símanúmer sitt úr símaskránni þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar eftir að síminn hringdi á nóttunni og einhver sagðist ætla að nauðga konunni hans. Þorgrímur rifjar upp að tuttugu ár séu nú liðin síðan hann hætti störfum fyrir nefndina og segir að baráttunni gegn reykingum hafi fylgt ýmsar skuggahliðar. „Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“ Heilsa Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Í ár eru 20 ár síðan ég hætti sem framkvæmdastjóri tóbaksvarnanefndar, af því það var slegið á puttana á mér þegar lýðheilsustöð var sett á laggirnar. Miðstýring tók völdin. Árin 1996-2004 voru eftirminnileg á margvíslegan hátt af því það náðist árangur en það var sótt að okkur úr ýmsum áttum – fyrir það eitt að segja sannleikann um tóbak. Ekki síst skaðsemi óbeinna reykinga,“ skrifar Þorgrímur í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Ráðist á hann á skemmtistað Þorgrímur rifjar upp árangurinn sem náðist á þessum árum. MR hafi til að mynda orðið fyrsti framhaldsskólinn með reyklaus menntaskólaböll, Háskólabíó bannað reykingar í húsnæðinu og stúkan á Laugardalsvelli varð reyklaus. „En það voru margar skuggahliðar á því að vera í þessi starfi í átta ár. Mér var nokkrum sinnum hótað lífláti, það var ráðist á mig á skemmtistað eftir að ég sagði sannleikann um skaðsemi reykinga í sjónvarpsfréttum en nokkrir vina minna sneru árásarmanninn niður. Síminn hringdi stundum á nóttunni og einhver sagðist ætla nauðga konunni minni. Í kjölfarið fjarlægði ég númerið úr símaskránni.“ Þá segir Þorgrímur blaðamann á Helgarpóstinum hafa skrifað heilsíðugrein um hann á miður fallegan hátt og segir hann fréttamenn sem reyktu hafa sífellt reynt að gera lítið úr störfum nefndarinnar. Stjórnandi útsendingar á vegum RÚV hafi gert lítið úr þeirra störfum og tónlistarmaður í beinni útsendingu sagt að Þorgrímur bæri ábyrgð á dauða vinar hans sem ekki mátti reykja á spítala. „En það sem var skondnast, var að nokkrir rithöfundar gerðu grín að mér í skáldsögum sínum. Fjölmargir héldu í alvörunni að ég starfaði að tóbaksvörnum af því ég hafði ekkert annað við líf mitt að gera. Ég var í launuðu starfi sem framkvæmdastjóri og þeir sem sátu í tóbaksvarnanefnd treystu mér. Frábært og framsýnt fólk. Mér vitrari maður á sviði forvarna hvatti mig til að hafa ætíð heilbrigða skynsemi að leiðarljósi og treysta innsæinu.“ Víða pottur brotinn í dag Þorgrímur segir að ástæða þess að hann rifji þetta upp nú sé sú að víða sé pottur brotinn í samfélaginu í dag. Allt sé hægt þegar hugrekki og dugnaður sé hafður að leiðarljósi. „Við þurfum á leiðtogum að halda sem standa í lappirnar þótt 0,02 prósent þjóðarinnar reiti hár sitt og hrópi hátt opinberlega af minnsta tilefni. Þá þegir meirihlutinn, því miður, svo hann lendi ekki í hakkavél hinna örfáu.“
Heilsa Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira