Tjá sig ekki eftir fullyrðingar ráðuneytisins í nafnabreytingarmálinu Jón Þór Stefánsson skrifar 1. ágúst 2024 15:25 Nafnabreyting Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani hefur vakið talsverða athygli. Vísir Þjóðskrá ætlar ekki tjá sig frekar um mál sem varðar nafnabreytingu Mohamads Th. Jóhannessonar, sem hét áður Mohamad Kourani í kjölfar fullyrðinga dómsmálaráðuneytisins um að það hafi ekki gefið út leiðbeiningar um túlkun á ákveðinni grein í lögum um mannanöfn. „Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið. Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég get staðfest að Þjóðskrá hefur móttekið erindi frá Dómsmálaráðuneytinu og við munum ekki tjá okkur frekar um málið,“ segir Soffía Svanhildar- Felixdóttir, deildarstjóri þjónustu og skráningar hjá Þjóðskrá, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá nafnabreytingu Mohamads á dögunum, skömmu eftir að hann fékk átta ára fangelsisdóm fyrir stunguárás og önnur afbrot. Í kjölfarið gaf Soffía fréttastofu viðtal þar sem hún tjáði sig þó ekki með beinum hætti um mál Mohamads. Hún sagði að almennt mætti einstaklingur einungis kenna sig við föður, móður eða taka upp ættarnafn sem heimild er fyrir. Þó sé undanþáguákvæði sem heimili Þjóðskrá að samþykkja annars konar kenninafnsbreytingar. „Það þurfa að vera sterk rök fyrir slíkri beiðni.“ Ströng ákvæði væru fyrir slíkri breytingu sem væri háð leiðbeiningum frá dómsmálaráðuneytinu. Málið vakti talsverða athygli. Til að mynda veltu þær Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, því fyrir sér hvort að málið væri dæmi sem benti til þess að mögulega þyrfti að skoða nafnalögin. „Undanþágunni er ætlað að vernda hinn saklausa borgara af samsömun við glæpamanninn. Ekki öfugt. Það hefur fráleitt verið ætlun löggjafans að vernda glæpamenn frá eigin kenninafni eða auðvelda þeim að fela brotaferil sinn á bak við nýtt nafn,“ sagði Sigríður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra óskaði síðan eftir upplýsingum frá Þjóðskrá varðandi nafnabreytinguna. Í gærkvöld sendi dómsmálaráðuneytið frá sér yfirlýsingu vegna málsins, en þar kom fram að ráðuneytið kannaðist ekki við að hafa gefið út umræddar leiðbeiningar. „Í umfjöllun í fjölmiðlum um nafnbreytingu erlends ríkisborgara var haft eftir Þjóðskrá Íslands að stuðst hafi verið við leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins. Af því mátti ætla að ráðuneytið hefði gefið út leiðbeiningar um afgreiðslu slíkra mála. Dómsmálaráðuneytið hefur ekki gefið út leiðbeiningar, hvorki almennar né sérstakar, varðandi túlkun á 16. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn og gaf heldur ekki sérstakar leiðbeiningar í þessu tiltekna máli,“ segir á vef stjórnarráðsins. „Skírskotun Þjóðskrár Íslands til leiðbeininga frá dómsmálaráðuneyti var því ekki rétt og til þess fallin að valda misskilningi, sem rétt þykir að sé leiðréttur. Ráðuneytið hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við Þjóðskrá Íslands.“ Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum Þjóðskrár við yfirlýsingu ráðuneytisins, en eins og áður segir ætlar stofnunin ekki að tjá sig frekar um málið.
Mál Mohamad Kourani Mannanöfn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira