„Mýkri leiðir í hörðum heimi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2024 17:48 Halla og Björn á leið í Alþingissalinn. vísir/rax „Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti, fyrir það traust sem mér og okkur hjónum er sýnt. Þakklát foreldrum mínum, sem gáfu mér gott veganesti út í lífið. Og ég er þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu, og leitt framfarir.“ Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss. Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þannig hóf Halla Tómasdóttir fyrsta ávarp sitt sem forseti í Alþingissalnum í dag, að lokinni formlegri embættistöku. Ávarpið í heild sinni má sjá hér að neðan. Halla þakkaði sex fyrri forsetum fyrir þeirra framlag, og þeim Vigdísi, Ólafi Ragnari og Guðna Th. persónulega þar sem þau sátu á fremsta bekk í Alþingissal. Halla beindi í ræðu sinni sjónum að mannréttindum og minnkandi trausti á stofnunum samfélagsins. „Við megum ekki sýna andvaraleysi í þessum efnum, og nú bætist það við að tæknin gerir það kleift að falsa bæði hljóð og mynd þannig að nær ómögulegt verður að greina sannar fréttir frá fölsuðum. Hverju og hverjum er þá óhætt að trúa? Hvað verður um traustið?“ spurði Halla. Unga fólkið fái borð við sætið Hún ræddi einnig kvíða og þunglyndi. Spurði hvernig það megi vera að ein hamingjusamasta þjóð í heimi, skipi sér einnig í fremstu röð hvað kvíða og þunglyndi varðar. Þá vitnar hún í orð Páls Skúlasonar heimspekings. „Við getum verið opin fyrir hamingjunni með því að einbeita okkur að því sem gefur lífinu gildi. Við vitum hvað það er með því að veita því eftirtekt sem glæðir lífið birtu og hlýju.“ „Við getum og verðum að bæta andlega og samfélagslega Heilsu,“ segir Halla sem heitir því að ráðast að rótum vandans í samráði við ýmsa aðila. Samstarf og samtal kynslóða sé lykill að því markmiði. Unga fólkið verði að fá borð við sætið. Þá sagði hún styrk í smæð og mýkt þjóðarinnar. „Smá en kná og kjarkmikil þjóð sem hefur visku og metnað til að velja mýkri leiðir í hörðum heimi.“ Halla lauk ræðu sinni með flutningi á ljóðinu Leitum eftir Hólmfríði Sigurðardóttur: Leitum úrræðalátum hendur og orðfallast í faðma leitum gleðinnarí ljóðinufinnum frelsiðí höndunumleitum regnbogansfinnum ljósberann leitum lánsfinnum það leika um líflands vatns og ljóss.
Forseti Íslands Alþingi Tengdar fréttir Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24 Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Undurfagur flutningur fyrir nýjan forseta Sigríður Thorlacius flutti lögin Vikivaka og Vetrarsól við embættistöku Höllu Tómasdóttur, sem varð í dag sjöundi forseti lýðveldisins. 1. ágúst 2024 17:24
Fólk á förnum vegi: Ein felldi tár og önnur mjög spennt fyrir Höllu Landsmenn sem fréttastofa ræddi við segja Guðna Th. Jóhannesson hafa staðið sig einkar vel í embætti undanfarin átta ár. Þá eru þau spennt fyrir verðandi forseta, Höllu Tómasdóttur. 1. ágúst 2024 14:19