Halla fann efnið í New York Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. ágúst 2024 14:30 Halla við komu á Bessastaði þar sem hún hélt sitt fyrsta Bessastaðateiti. vísir/rax Halla Tómasdóttir kom að máli við Björgu Ingadóttur fatahönnuð í byrjun júní í því skyni að fá Björgu til að hanna kjóla fyrir innsetningarathöfn sína. Svo fór að Björg hannaði tvo kjóla fyrir daginn, en Halla fann efnið í annan þeirra í New York. Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“ Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Halla tók við embætti sem sjöundi forseti Íslands í gær við hátíðlega athöfn. „Hún vildi vera í íslenskri hönnun í sínum anda. Ég tók þessari áskorun að sjálfsögðu opnum örmum. Það hvernig konur klæða sig virðist oft hafa mikið vægi í hugum fólks og stundum virðast allir hafa skoðun á því sem verður fyrir valinu. Þetta á sérstaklega við um konur í áhrifastöðum eða þær sem eru í sviðsljósinu, sem gerði þetta tiltekna verkefni bara enn meira spennandi,“ segir Björg við Vísi. Björg Ingadóttir rekur fataverslunina Spaksmannsspjarir.Vísir/ Geir Ólafsson Tíminn hafi verið knappur og erfitt að finna rétt efni, sérstaklega hér á landi. „Við lögðum því báðar af stað í leit að efnum. Ég fann efnið í ljósa kjólinn í erlendri vefverslun og Halla fann efnið í rauða kjólinn fyrir kvöldið í New York. Þar sem Halla var ekki væntanleg aftur til landsins fyrr en 22. júlí, voru hefðbundnar sérsaumsaðferðir ekki í boði.“ Nýjar 3D aðferðir komu til bjargar. Björn og Halla, hin nýju forsetahjón.vísir/rax „Við tókum líkamsmál af henni áður en hún fór erlendis og út frá þeim var gerður avatar. Ég gat því hannað og útfært margskonar útfærslur og mátað á „avatarinn“ hennar Höllu,“ segir Björg. „Þetta er hennar stóri dagur og auðvitað vil ég að hún sé sem glæsilegust en á sama tíma vil ég að kjólinn eldist fallega, henti tilefninu og þeirri umgjörð sem embættinu fylgir. Forsetakeðjan og orðan þarf til dæmis að njóta sín á kjólnum. Ég vildi því hafa hann einfaldan og tímalausan en leggja sérstaka áherslu á hálsmálið og að það myndi vinna vel með forsetakeðjunni.“ Halla gengur úr Alþingishúsinu í hvíta kjólnum. vísir/rax Björgu þótti mikilvægt að Halla væri í svipuðum stíl allan daginn þannig að ákveðið jafnvægi myndast á milli dags og kvölds. „Vínrauður litur varð fyrir valinu á hinum kjólnum. Höllu klæðir mjög vel vínrautt og kóralrautt, sem er svolítið sérstök litasamsetning sem mér fannst gaman að blanda saman: vínrauði liturinn í ullarefninu og kóralrauði liturinn í miðseymi á kraga og ermalíningu - litasamsetningin gengur fullkomlega upp,“ segir Björg.“ Björg vildi að krossinn fengi að njóta sín. vísir Ferlinu lýsir Björg þannig að sniðin hafi verið útfærð í 2D og saumuð í 3D með stafrænum efnaskrám. Sniðin voru loks prentuð og settar í hendur Lilju Bjargar Rúnarsdóttur sem saumaði flíkurnar í raunverulegu efnin. „Þetta hönnunarverkefni sameinaði nýsköpun, tækni og handverk á einstakan hátt. Það var óviðjafnanleg upplifun að sjá stafrænt handverk og hefðbundið handverk vinna fullkomlega saman og ég er virkilega ánægð með útkomuna. Mér finnst flíkurnar fagurfræðilega sterkar og fullkomlega í anda frú Höllu Tómasdóttur.“
Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið