Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Hvalfjarðargöngunum var lokað um nokkurt skeið fyrr í dag vegna slyssins.
Þá sagði Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að slys á fólki hefðu verið minniháttar. Þau voru samt sem áður flutt á sjúkrahús.
Hildur Kristín varðstjóri lögreglunnar sagði svo við mbl fyrr í kvöld að báðar bifreiðarnar væru ónýtar eftir áreksturinn.