Hann var frá allt síðasta tímabil vegna hnémeiðsla en hefur verið að vinna í því að koma sér aftur í form og vonir voru bundnar við að hann yrði klár í slaginn þegar tímabilið hefst í ensku úrvalsdeildinni.
Hann var byrjaður að æfa með unglingaliðinu en bakslag í meiðslin munu halda honum lengur frá.
Þetta gæti reynst mikill hausverkur fyrir þjálfarann Erik Ten Hag, sem hefur ekki getað treyst heldur á Luke Shaw, hann meiddist í febrúar og sneri ekki aftur fyrir Manchester United en tók aðeins þátt á EM með enska landsliðinu.
Harry Amass, 17 ára drengur, hefur verið að spila stöðuna á undirbúningstímabilinu fyrir Manchester liðið, og heillað marga en hann er auðvitað alveg óreyndur í úrvalsdeildinni.
