Kom úr sundi að brotnu tjaldinu Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. ágúst 2024 19:35 Friðrik Dúi er brattur þrátt fyrir að þjóðhátíðin hafi ekki hafist á neinni óskabyrjun. vísir/bjarki „Við vorum í sundi og komum bara að þessu þegar allt var komið í sundur,“ segir Friðrik Dúi Þórólfsson 21 árs þjóðhátíðargestur. Hann er á meðal þeirra fjölmörgu sem veðrið í Eyjum hefur leikið grátt. Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“ Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þegar fréttamaður náði tali af honum var Friðrik búinn að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni, sem gegnir nú hlutverki einskonar neyðarmiðstöðvar. Þangað getur fólk, sem hefur orðið illa úti í veðrinu, leitað og gist á meðan hátíðinni stendur. Ekkert lát virðist ætla að verða á leiðindaveðrinu. Önnur djúp lægð nálgast Suðurlandið og útlit fyrir að sunnudagurinn verði jafnvel verri en síðustu dagar. Veðurstofan varar við tjaldafoki, líkt og því sem sést á myndböndum úr Herjólfsdal: Friðrik gisti á tjaldsvæðinu fyrstu nóttina, án vandkvæða. Hann segir það svæði hægt og rólega að tæmast. „Fleiri þarna byrjuðu að pakka niður, ætluðu að reyna að bjarga tjöldunum en gáfust síðan bara upp á því.“ Hann fór ásamt félaga sínum í sund í dag og þegar þeir sneru aftur á tjaldsvæðið beið þeim ófögur sjón. „Stangirnar á tjaldinu höfðu bara brotnað og tjaldið lagst niður.“ Veðurbarðir gestir koma sér fyrir á gervigrasinu.vísir/bjarki Það sé því mikill léttir að vera mættur inn í íþróttahús. „Þetta er bara mjög kósý hér, bara þægilegt. Húsaskjólið fer allavega ekki héðan, eða hvað veit maður.“ Hvernig hefur veðrið verið í dag og í gær? „Drulluömurlegt.“ En þú ætlar ekkert heim? „Nei. Ég ætla að klára djammið. Tvö kvöld eftir maður klárar þetta. Nóttin er ung.“
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51 Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. 3. ágúst 2024 15:51
Önnur djúp lægð á leiðinni Önnur djúp lægð er á leiðinni til landsins á morgun með tilheyrandi leiðindaveðri um allt land, að því er fram kemur í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. 3. ágúst 2024 18:04