Gamla lið Guðnýjar og Berglindar styður vel við ófrískar fótboltakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með AC Milan þegar hún lék þar árið 2020. GETTY/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur tekið forystu í fótboltaheiminum þegar kemur að standa fast að baki leikmanna sinna þegar þær verða ófrískar. AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Ítalski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira