Tugir hægriöfgamanna handteknir í óeirðum í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 09:52 Lögregluþjónar yfirbuga konu á mótmælum í Nottingham á Englandi í gær. AP/Jacob King Fleiri en níutíu hægriöfgamenn voru handteknir í óeirðum sem brutust út á mótmælafundum hægriöfgamanna víðs vegar um Bretland í gær. Sem fyrr grýttu óeirðarseggirnir lögreglumenn og unnu eignaspjöll. Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi. Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Morð á þremur ungum stúlkum á dansskemmtun í Southport í síðustu viku æsti upp hægriöfgamenn og útlendingahatara sem hafa staðið fyrir óeirðum í fjölda borga og bæja undanfarna viku. Fjöldi lögreglumann hefur slasast í átökum við öfgamennina. Morðinginn er tæplega átján ára gamall piltur sem fæddist í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda, en honum hefur ranglega verið lýst sem hælisleitanda í straumi upplýsingafals á samfélagmiðlum sem fylgdi í kjölfar árásarinnar. Óeirðir brutust út í Hull, Liverpool, Bristol, Manchester, Stoke, Blackpool og Belfast á Norður-Írlandi í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Minni mótmæli annars staðar enduðu ekki með uppþotum. Um þúsund manns eru sagðir hafa tekið þátt í mótmælum öfgamanna í Liverpool, sem er skammt suður af Southport. Sumir þeirra hrópuðu ókvæðisorð um múslima. Í brýnu sló á milli þeirra og nokkuð hundruð svonefndra andfasista og reyndi lögregla að skerast í leikinn. Óróinn hélt áfram fram á nótt í Liverpool. Kveikt var í bókasafni í Walton-hverfi borgarinnar og reyndu óeirðarseggirnir að koma í veg fyrir að slökkviliðsmenn gætu slökkt í því, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Merseyside. AP-fréttastofan segir öfgamennina hafa kasta lausamunum í slökkviliðsbíl og brotið rúðu í stýrishúsi hans. Til átaka kom sums staðar á milli andfasista (t.v.) annars vegar og mótmælenda (t.h.) hins vegar, þar á meðal í Blackpool á Englandi.AP/Michael Holmes/PA Hamlar daglegum störfum lögreglu Breska lögreglan varaði við því í dag að endurteknar óeirðir og ofbeldi hægriöfgamanna væri byrjað að hafa áhrif á getu lögreglunnar til þess að rannsaka og taka á öðrum glæpum. Boðað hefur verið til frekari mótmæla í dag sem kallar á að þúsundir lögreglumanna við öryggisgæslu. „Við sjáum nú að lögreglumenn eru teknir úr daglegum störfum lögreglu en á meðan það gerist er ekki verið að rannsaka glæpi gegn samfélaginu, fórnarlömbum glæpa, því miður,“ segir Tiffany Lynch frá Lögreglusambandi Englands og Wales. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur heitið lögreglunni stuðningi til þess að takast á við lögleysuna í kjölfar árásarinnar í Southport. Hann kennir hægriöfgahatri um glundroða undanfarinnar viku. Innan örfárra klukkustunda eftir árásina í Southport fóru rangar upplýsingar á flug um árásarmanninn, þar á meðal rangt nafn sem átti að vera arabískt. Hægriöfgamenn og andstæðingar innflytjenda fullyrtu að morðinginn væri múslimi og innflytjandi. Dómari ákvað að víkja frá þeirri venju að nafngreina ekki sakborninga sem eru undir lögaldri til þess að koma í veg fyrir að öfgamenn gætu fyllt upp í tómarúmið með upplýsingafalsi.
Bretland Hnífaárás í Southport Tengdar fréttir Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26 Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Enn einar óeirðirnar í Bretlandi í kjölfar hnífaárásarinnar Þrír lögreglumenn slösuðust og kveikt var í byggingum þegar hundruð manna stóðu fyrir óeirðum í borginni Sunderland á norðaustur Englandi í gærkvöldi. Óeirðir hafa brotist út í nokkrum borgum eftir að hnífamaður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í Southport í vikunni. 3. ágúst 2024 08:26
Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. 1. ágúst 2024 11:55