Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. ágúst 2024 16:52 Það virðist sem að mjóu hafi munað að hann fengi bretti á fleygiferð í sig. Vísir/Samsett Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Dagur segir í samtali við fréttastofu að það hafi ekki verið eins mikil hætta á ferð og myndbandið gefur til kynna. Allir sjálfboðaliðarnir hafi verið meðvitaðir um að brennan myndi hrynja í dalinn en að hún hafi gert það aðeins fyrr en gert hafði verið ráð fyrir. Dagur segist þó hafa séð brettið sem þaut í áttina að honum í tæka tíð og þess vegna hafi honum tekist að koma sér undan því með kollhnís. Hann segir alla sem komu að brennunni búa yfir margra ára reynslu og að vel sé valið í hópinn. „Þetta fór allt vel og allir eru heilir,“ segir Dagur. Ástæðuna fyrir því að jafnmjóu hafi munað og myndbandið ber vitni um segir Dagur vera þá að ekki hafi tekist að bera eld að aftari hluta brennunnar. Vindurinn hafi verið það mikill og vindáttin það óhagstæð að fremsti hlutinn hafi einn logað. Því hrundi brennan ofan í dalinn með tilheyrandi látum og fljúgandi spýtnabraki. Dagur ítrekar að þó að myndbandið sé frekar óhugnanlegt hafi enginn verið í hættu og að allir sluppu óskaddaðir. „Gleðilega þjóðhátíð!“ segir hann að lokum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira