Ræddu falsfréttir og samfélagsmiðla á neyðarfundi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 12:27 Yvette Cooper er innanríkisráðherra Bretlands. Hún hefur kallað eftir því að samfélagsmiðlafyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum sem ná þar flugi. AP Á annað hundrað hafa verið handteknir og fjöldi lögreglumanna slasast, í mótmælum hægri öfgamanna sem beinast gegn komu hælisleitenda til Bretlands. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hélt neyðarfund í morgun með svokallaðri Cobra-nefnd, vegna óeirðanna, en boðað er til Cobra-fundar þegar neyðarástand af einhverju tagi ríkir í Bretlandi. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem verður rætt á fundinum. Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer. Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Fyrir viku síðan gekk tæplega átján ára gamall karlmaður berserksgang á dansskemmtun fyrir börn í bænum Southport á Englandi. Þrjár stelpur á aldrinum sex til níu ára létu lífið. Í kjölfarið brutust út óeirðir í Southport, þar sem mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan mosku, og kveiktu meðal annars í lögreglubíl. Fljótlega voru mótmæli um allt land. Rangar upplýsingar fóru á flug Á samfélagsmiðlum hafa rangar upplýsingar um árásarmanninn náð miklu flugi. Falskar fréttir um að maðurinn hefði komið til landsins sem hælisleitandi í fyrra fóru eins og eldur um sinu. Til að stemma stigu við þessu nafngreindu dómstólar í Bretlandi árásarmanninn, þrátt fyrir að hann hafi verið undir lögaldri. Pilturinn heitir Axel Rudakubuna, og er fæddur í Cardiff í Wales, sonur innflytjenda frá Rúanda. Upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum er meðal þess sem rætt var á Cobra-fundinum í morgun. Innanríkisráðherra Bretlands, Yvette Cooper, hefur kallað eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð á fölskum upplýsingum í dreifingu á netinu. Þá sagði hún einnig að það væri engin afsökun fyrir ofbeldið sem átti sér stað um helgina, og boðaði harðar aðgerðir gegn þeim sem tóku þátt. John Healy, varnarmálaráðherra, segir að lögreglan hafi staðið sig vel í Yorkshire-héraði um helgina, og muni áfram að gæta öryggis fólks. „Það er ábyrgð lögreglunnar að vera fyrsti viðbragðsaðili, og eins og er hafa þau alla burði til þess að sinna hlutverki sínu, og lögreglan mun sjá til þess að fólk á svæðinu verði öruggt,“ segir John. Neitar tvískinnungi Keir Starmer, forsætisráðherra, svaraði því ekki hvort til stæði að kalla þing saman vegna óeirðanna. Hann sagði að forgangsatriði væri að sjá til þess að göturnar yrðu öruggar fyrir alla. Þá neitaði hann því að verið væri að bregðast harðar við en ef um óeirðir vinstri öfgamanna væri að ræða. „Þetta eru ekki mótmæli, þetta er ofbeldi. Við erum ekki að einblína á hvatana,“ sagði Starmer.
Bretland Hnífaárás í Southport England Tengdar fréttir Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Sautján ára ákærður fyrir morðið á stúlkunum í Southport Sautján ára ungmenni hefur verið ákært fyrir morðið á þremur stúlkum í danstíma í bænum Southport í norðvesturhluta Englands. 1. ágúst 2024 08:30