Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 23:40 David Lynch. Vísir/Getty Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway. Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Frá þessu greindi Lynch í viðtali við tímaritið Sight & Sound. Lynch er 78 ára gamall og segir hræðslu sína við Covid, sem gæti aukið á veikindi hans, gera það að verkum að hann hætti sér ekki úr húsi. Næsta leikstjóraverkefni þyrfti því að vera framkvæmt með fjarbúnaði, eins og hann orðaði það. „Mér myndi ekki líka neitt sérstaklega vel við það,“ segir Lynch. „Ég fékk lungnaþembu eftir að hafa reykt lengi. Þannig ég þarf að dúsa heima hvort sem mér líkar það betur eða verr. Það væri virkilega slæmt ef ég veikist, jafnvel þótt það væri bara flensa,“ segir Lynch og bætir við að hann geti aðeins gengið í stutta stund í einu. Lungnaþemba myndast í langflestum tilfellum vegna mikilla reykinga. Þá getur óhreint loft, ryk og efnablöndur haft sömu áhrif. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ráð fyrir að lungnaþemba verði þriðji algengasti dauðavaldurinn árið 2030. Lynch kom síðast að verkefni í sjónvarpi við leikstjórn þáttanna Twin Peaks: The Return árið 2017. Hann gerði garðinn frægan á sínum tíma með leikstjórn bíómynda á borð við Blue Velvet, Mulholland Drive og Lost Highway.
Hollywood Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira