„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 11:19 Ólíklegt er að eldhúsið í Húnaskóla verði nothæft á fimmtudag þegar leikskólastarf hefst á ný en það er samnýtt af leikskóla sem er í öðru húsi. Aðsend Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. „Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent