„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 11:19 Ólíklegt er að eldhúsið í Húnaskóla verði nothæft á fimmtudag þegar leikskólastarf hefst á ný en það er samnýtt af leikskóla sem er í öðru húsi. Aðsend Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. „Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
„Mötuneytiseldhúsið þar sem eldað er bæði fyrir leikskóla og grunnskóla er bara í rúst. Það verður ekkert eldað þar á næstu dögum og leikskólinn er að byrja eftir tvo daga,“ segir Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla í samtali við fréttastofu. Ársgamlir bökunarofnar hafi verið eyðilagðir í eldhúsinu og fleiri dýr tæki. „En það var ekkert tekið sem við sjáum. Þetta eru fyrst og fremst skemmdarverk. Lögreglan er hérna að skoða þetta.“ Anna Margret Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri Húnaskóla.Aðsend Vegfarandi tók eftir brotnum rúðum í morgun og tilkynnti bæjarstarfsmönnum. Skólastjórnendur Húnaskóla mættu aftur til vinnu að loknu sumarleyfi í dag og hefst kennsla síðar í mánuðinum. Anna segir að smíðastofan hafi verið nýjasti hluti skólans og nýbúið að skipta um rúður í eldri hluta byggingarinnar. „Einhverjar sem átti eftir að setja í voru brotnar. Þannig að þetta er töluvert.“ Hún biðlar til fólks að hafa samband við lögreglu ef það hefur einhverjar upplýsingar um málið og biður forráðamenn um að ræða málið við börn sín. Anna segir nokkrar eftirlitsmyndavélar vera við skólann en gerendur virðist hafa sneitt hjá því svæði sem þær er að finna. Lögreglan skoði nú myndefni úr þeim og fleirum í nágrenninu. Anna telur alls óvíst hvort gerendur séu nemendur við skólann. „Þetta er náttúrulega við þjóðveginn þannig að þetta í rauninni getur verið hver sem er.“ Töluvert tjón „Þetta er náttúrlega ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí. Maður hefur aldrei séð svona áður. Við erum ekki vön einhverju svona,“ segir Anna. Eignaspjöllin minni á svipað mál sem kom upp í Rimaskóla í Reykjavík fyrir um viku síðan. Lögreglan á Norðurlandi vestra rannsakar málið.Aðsend Anna segir um töluvert tjón að ræða sem kalli á kostnaðarsamar úrbætur. Skipta þurfi um margar rúður og tæki í eldhúsinu sem voru eyðilögð. Hún vonar að hægt verði að klára nauðsynlegar lagfæringar áður en grunnskólinn verður settur eftir um tvær vikur. „En það er verra með leikskólann. Þetta hefur verið eldhús fyrir hann líka og hann er að byrja á fimmtudaginn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Húnabyggð Skóla- og menntamál Lögreglumál Grunnskólar Tengdar fréttir Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18 Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Skólastjóri Rimaskóla í áfalli Skólastjóri Rimaskóla segist í áfalli eftir að skólinn var lagður í rúst í nótt. Hún hvetur foreldra til að velta fyrir sér hvort barn þeirra sé á góðum stað. Sumarið sé viðkvæmur tími og mikil lausung á börnum. 31. júlí 2024 11:18
Rúður brotnar í Rimaskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um brothljóð frá Rimaskóla í Grafarvogi í Reykjavík. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að fjöldi rúða í skólanum hafði verið brotinn og einhverju tjónið valdið inni í skólanum. 31. júlí 2024 06:42