Ingebrigtsen missti þrjá fram úr sér og komst ekki á pall Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. ágúst 2024 19:27 Cole Hocker fagnar sigrinum í kvöld. Michael Steele/Getty Images Norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen náði ekki að verja Ólympíumeistaratitil sinn í 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í kvöld. Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira
Ingebrigtsen tryggði sér sigur á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021 þegar hann kom fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, á tímanum 3:28,32. Hann setti tóninn snemma í hlaupi kvöldsins og tók forystuna strax í upphafi. Eins og svo oft áður vildi Ingebrigtsen leiða hlaupið, auka hraðann jafnt og þétt og skilja þannig keppinauta sína eftir. Það upplegg gekk þó ekki upp í kvöld. Bandaríkjamennirnir Cole Hocker og Yared Nuguse, ásamt Bretanum Josh Kerr, héldu í við Ingebrigtsen allan tímann. Á síðustu metrunum virtist Ingebrigtsen vera orðinn bensínlaus. Josh Kerr sigldi fram úr honum á utanverðunni og á sama tíma nýtti Cole Hocker sér tækifærið og fór fram úr þeim báðum á innanverðunni. Yared Nuguse fór einni fram úr Norðmanninum áður en þeir komu í mark og Ingebrigtsen missti þar með af sæti á verðlaunapalli. Hocker kom hins vegar fyrstur í mark á nýju Ólympíumeti, tímanum 3:27,65. Raunar komu fremstu fjórir allir í mark á betri tíma en Ólympíumetið sem Ingebrigtsen setti árið 2021, en Kerr varð annar á 3:27,79, Nuguse þriðji á 3:27,80 og Ingebrigtsen fjórði á 3:28,24. That run of 3:27.65 from Cole Hocker is also an #OlympicRecord.@TeamUSA | @WorldAthletics | #Athletics | #Paris2024 | #OMEGA | #OMEGAOfficialTimekeeper pic.twitter.com/8DYfWuWXbX— The Olympic Games (@Olympics) August 6, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Sjá meira