„Maður er bara einhvern veginn að vega salt“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2024 08:17 Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir það enga tilviljun að íslenskir háskólanemar eigi Evrópumet í atvinnuþátttöku. Aðsend - Vísir/Vilhelm Greiðslubyrði námslána hefur aukist og bera þau nú allt að níu prósent vexti. Alþingi samþykkti nýverið breytingar á námslánakerfinu. Stúdentar segja þær skref í rétta átt en stjórnvöld séu langt frá því að uppfylla markmið um félagslegt jöfnunarkerfi. Greiða þurfi meira af lánum í dag en fyrir upptöku styrkjakerfis þrátt fyrir niðurfellingu höfuðstóls. „Það eru vísbendingar í samfélaginu um að núverandi styrkjakerfi hafi aukið ójöfnuð og ekki skapað hvata til hraðari námsframvindu,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. 42 prósent félagsfólks aðildarfélaga BHM sem greiða af námslánum segjast finna mikið fyrir greiðslubyrði þeirra í útgjöldum heimilisins en þar af segja 11 prósent hana verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr Lífskjararannsókn BHM sem gerð var snemma á þessu ári. Samsvarar þetta um 10 prósentustiga hækkun frá árinu 2022 þegar um 32 prósent svarenda sögðust finna mikið fyrir greiðslubyrðinni eða þykja hún verulega íþyngjandi. Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á Menntasjóði námsmanna var samþykkt á Alþingi í júní. Þar var ein stærsta breytingin afnám umdeilds ábyrgðarmannakerfis. Lísa segir Landssamtök íslenskra stúdenta fagna þeirri niðurstöðu og að frítekjumark skyldi hækkað en gagnrýna að ekki hafi verið gerðar breytingar á styrkjafyrirkomulaginu. „Þeir sem eru byrjaðir að greiða af lánunum sínum finna aukna greiðslubyrði og þeir sem þiggja námslán finna að þeir verða að vinna og þiggja námslán bara til þess að ná endum saman, sérstaklega fólk á leigumarkaði.“ Styrkjakerfi með fórnarkostnaði Árið 2020 var samþykkt að veita nemendum sem ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins gerir ráð fyrir 30 prósent niðurfærslu af höfuðstól námslánsins. „Þetta virðist vera breyting til hins betra en á móti kemur að raunvextir á endurgreiðslutíma lána eru breytilegir yfir starfsævina og í raun margfaldir á við þá raunvexti sem eldri kynslóðir greiða af námslánum,“ segir Lísa. Styrkjakerfið var tekið upp í ráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, árið 2020.Vísir/Vilhelm Samhliða upptöku þessa styrkjakerfis voru vextir nýrra námslána hækkaðir og fylgja þeir nú vöxtum á markaði þar til þeir ná upp í visst vaxtaþak. Sitji uppi með verri lánskjör Vextir óverðtryggðra námslána sem voru gefin út eftir breytingarnar 2020 hafa nú staðið í 9 prósenta hámarkinu um nokkurt skeið með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Vaxtaþak verðtryggðra lána er í dag 4 prósent en þeir voru fastir í 1 prósenti fyrir tilkomu styrkjakerfisins. Lísa segir að hagfræðingur BHM hafi reiknað út að einstaklingur sem fái 30 prósent niðurfellingu í nýja kerfinu greiði 13 prósent meira af láni yfir starfsævina en einstaklingur sem lýtur skilmálum gamla kerfisins. „Ef einstaklingurinn hefur ekki notið þessa styrks þá er hann að greiða 62 prósent meira af námsláninu yfir starfsævina heldur en einstaklingur í gamla kerfinu. Það er eitthvað sem við höfum gagnrýnt og höfum miklar áhyggjur af.“ „Ef þú uppfyllir ekki skilyrði til að fá niðurfellingu að námi loknu þá er þetta bara mjög óhagstætt lán.“ Ekki ýtt undir hraðari námsframvindu Að binda niðurfellingu höfuðstóls við framvindu náms er ætlað að hvetja fólk til að klára nám á réttum tíma. „Við sjáum núna þegar það er komin smá reynsla á þetta nýja fyrirkomulag að þessir námsstyrkir hafa ekki hvatt til hraðari námsframvindu. Ef við skoðum meðaltal eininga sem lánþegar ljúka á hverri önn 5 ár aftur í tímann þá hafa mun færri nýtt sér námsstyrki en gert var ráð fyrir. Svo stóð ráðuneyti háskólamála fyrir könnun í haust og þar kom fram að 71 prósent þeirra sem ekki taka námslán sögðust vera líklegri til að gera það ef það væru engin tímamörk á námsstyrknum. Þannig í rauninni getum við sagt að það sé einhver fælingarmáttur til staðar þegar kemur að styrkjakerfinu,“ segir Lísa. Lægra hlutfall háskólanema tekur námslán í dag en á árum áður. Vísir/Vilhelm Í því samhengi sé mikilvægt að hafa í huga að stúdentar á Íslandi eigi Evrópumet í atvinnuþátttöku á meðan námi stendur en 61,9 prósent íslenskra háskólanema vinna með skóla, samkvæmt rannsókn Eurostudent. „Það er af efnahagslegum aðstæðum og hefur í för með sér tilheyrandi fórnarkostnað í námsframvindu og gæðum þess mannauðs sem háskólinn er að skila samfélaginu.“ „Okkur finnst mikilvægt að taka þessa stöðu alvarlega og bregðast við því og okkur finnst mjög skýrt að það eru breytingar sem þarf að gera á núverandi styrkjafyrirkomulagi umfram þau afmörkuðu skref sem eru lögð til í frumvarpinu. Höfum við sérstaklega bent á norsku leiðina sem er 25% niðurfelling á höfuðstól eftir hverja önn og svo 15% við námslok. Hún hefur sýnt aukna skilvirkni,“ segir Lísa. Stúdentar fastir í limbói Stúdentar hafa lengi gagnrýnt þau framfærsluviðmið sem Menntasjóður námsmanna byggi lánafjárhæðir á séu of lág en viðmiðið hækkar venju samkvæmt milli ára. „Það eru ekki nægar breytingar þar þannig að mér finnst enn langt í land ef námslánin eigi að duga til að nemendur í fullu námi geti lifað og lært án þess að vinna mikið með námi eins og við gerum núna,“ segir Lísa. Bæði þurfi þar til aukna framfærslu og aukinn sveigjanleika þegar kemur að frítekjumarki og skilyrðum fyrir styrkveitingu. Menntasjóði námsmanna var komið á laggirnar árið 2020 og tók stofnunin við af Lánasjóði íslenskra námsmanna.vísir/vilhelm Fjölmargir stúdentar hafa séð framfærslu sína frá Menntasjóði námsmanna eða forveranum LÍN skerðast eftir að atvinnutekjur fara upp fyrir frítekjumarkið. Lísa segist hafa reiknað það út fyrir nýjustu hækkun frítekjumarks að sumarvinna á lágmarkslaunum dugaði til að skerða tekjur sínar frá Menntasjóðnum yfir veturinn. „Þannig að maður er svolítið búinn að vera fastur í einhverju limbói þar sem maður þarf að vinna, má ekki vinna of mikið af því þá skerðist námslánið. Það er alls ekki til þess gert að hvetja mann til að stunda nám af meira kappi eða klára fyrr, maður er bara einhvern veginn að vega salt.“ Staðan betri á hinum Norðurlöndunum Lísa segir að stúdentar hafi kallað eftir auknum sveigjanleika hjá Menntasjóði námsmanna og nýjar breytingar á lögum um sjóðinn gangi ekki nógu langt. Þá gerir hún athugasemdir við löggjafarferlið. „Við þurftum að ganga rosalega á eftir því að fá einhvern veginn að koma að þessu og það var eitthvað sem við gagnrýndum.“ „Þetta er enn þá langt frá því að vera orðið eitthvað heilbrigt stuðningskerfi fyrir stúdenta eins og á Norðurlöndunum,“ segir Lísa að lokum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, hefur boðað að heildarendurskoðun á Menntasjóði námsmanna fari fram síðar á árinu. Skóla- og menntamál Háskólar Námslán Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. 21. mars 2024 20:17 Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
„Það eru vísbendingar í samfélaginu um að núverandi styrkjakerfi hafi aukið ójöfnuð og ekki skapað hvata til hraðari námsframvindu,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta. 42 prósent félagsfólks aðildarfélaga BHM sem greiða af námslánum segjast finna mikið fyrir greiðslubyrði þeirra í útgjöldum heimilisins en þar af segja 11 prósent hana verulega íþyngjandi. Þetta má lesa úr Lífskjararannsókn BHM sem gerð var snemma á þessu ári. Samsvarar þetta um 10 prósentustiga hækkun frá árinu 2022 þegar um 32 prósent svarenda sögðust finna mikið fyrir greiðslubyrðinni eða þykja hún verulega íþyngjandi. Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um breytingar á Menntasjóði námsmanna var samþykkt á Alþingi í júní. Þar var ein stærsta breytingin afnám umdeilds ábyrgðarmannakerfis. Lísa segir Landssamtök íslenskra stúdenta fagna þeirri niðurstöðu og að frítekjumark skyldi hækkað en gagnrýna að ekki hafi verið gerðar breytingar á styrkjafyrirkomulaginu. „Þeir sem eru byrjaðir að greiða af lánunum sínum finna aukna greiðslubyrði og þeir sem þiggja námslán finna að þeir verða að vinna og þiggja námslán bara til þess að ná endum saman, sérstaklega fólk á leigumarkaði.“ Styrkjakerfi með fórnarkostnaði Árið 2020 var samþykkt að veita nemendum sem ljúka námi á þeim tíma sem skipulag námsins gerir ráð fyrir 30 prósent niðurfærslu af höfuðstól námslánsins. „Þetta virðist vera breyting til hins betra en á móti kemur að raunvextir á endurgreiðslutíma lána eru breytilegir yfir starfsævina og í raun margfaldir á við þá raunvexti sem eldri kynslóðir greiða af námslánum,“ segir Lísa. Styrkjakerfið var tekið upp í ráðherratíð Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, árið 2020.Vísir/Vilhelm Samhliða upptöku þessa styrkjakerfis voru vextir nýrra námslána hækkaðir og fylgja þeir nú vöxtum á markaði þar til þeir ná upp í visst vaxtaþak. Sitji uppi með verri lánskjör Vextir óverðtryggðra námslána sem voru gefin út eftir breytingarnar 2020 hafa nú staðið í 9 prósenta hámarkinu um nokkurt skeið með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði. Vaxtaþak verðtryggðra lána er í dag 4 prósent en þeir voru fastir í 1 prósenti fyrir tilkomu styrkjakerfisins. Lísa segir að hagfræðingur BHM hafi reiknað út að einstaklingur sem fái 30 prósent niðurfellingu í nýja kerfinu greiði 13 prósent meira af láni yfir starfsævina en einstaklingur sem lýtur skilmálum gamla kerfisins. „Ef einstaklingurinn hefur ekki notið þessa styrks þá er hann að greiða 62 prósent meira af námsláninu yfir starfsævina heldur en einstaklingur í gamla kerfinu. Það er eitthvað sem við höfum gagnrýnt og höfum miklar áhyggjur af.“ „Ef þú uppfyllir ekki skilyrði til að fá niðurfellingu að námi loknu þá er þetta bara mjög óhagstætt lán.“ Ekki ýtt undir hraðari námsframvindu Að binda niðurfellingu höfuðstóls við framvindu náms er ætlað að hvetja fólk til að klára nám á réttum tíma. „Við sjáum núna þegar það er komin smá reynsla á þetta nýja fyrirkomulag að þessir námsstyrkir hafa ekki hvatt til hraðari námsframvindu. Ef við skoðum meðaltal eininga sem lánþegar ljúka á hverri önn 5 ár aftur í tímann þá hafa mun færri nýtt sér námsstyrki en gert var ráð fyrir. Svo stóð ráðuneyti háskólamála fyrir könnun í haust og þar kom fram að 71 prósent þeirra sem ekki taka námslán sögðust vera líklegri til að gera það ef það væru engin tímamörk á námsstyrknum. Þannig í rauninni getum við sagt að það sé einhver fælingarmáttur til staðar þegar kemur að styrkjakerfinu,“ segir Lísa. Lægra hlutfall háskólanema tekur námslán í dag en á árum áður. Vísir/Vilhelm Í því samhengi sé mikilvægt að hafa í huga að stúdentar á Íslandi eigi Evrópumet í atvinnuþátttöku á meðan námi stendur en 61,9 prósent íslenskra háskólanema vinna með skóla, samkvæmt rannsókn Eurostudent. „Það er af efnahagslegum aðstæðum og hefur í för með sér tilheyrandi fórnarkostnað í námsframvindu og gæðum þess mannauðs sem háskólinn er að skila samfélaginu.“ „Okkur finnst mikilvægt að taka þessa stöðu alvarlega og bregðast við því og okkur finnst mjög skýrt að það eru breytingar sem þarf að gera á núverandi styrkjafyrirkomulagi umfram þau afmörkuðu skref sem eru lögð til í frumvarpinu. Höfum við sérstaklega bent á norsku leiðina sem er 25% niðurfelling á höfuðstól eftir hverja önn og svo 15% við námslok. Hún hefur sýnt aukna skilvirkni,“ segir Lísa. Stúdentar fastir í limbói Stúdentar hafa lengi gagnrýnt þau framfærsluviðmið sem Menntasjóður námsmanna byggi lánafjárhæðir á séu of lág en viðmiðið hækkar venju samkvæmt milli ára. „Það eru ekki nægar breytingar þar þannig að mér finnst enn langt í land ef námslánin eigi að duga til að nemendur í fullu námi geti lifað og lært án þess að vinna mikið með námi eins og við gerum núna,“ segir Lísa. Bæði þurfi þar til aukna framfærslu og aukinn sveigjanleika þegar kemur að frítekjumarki og skilyrðum fyrir styrkveitingu. Menntasjóði námsmanna var komið á laggirnar árið 2020 og tók stofnunin við af Lánasjóði íslenskra námsmanna.vísir/vilhelm Fjölmargir stúdentar hafa séð framfærslu sína frá Menntasjóði námsmanna eða forveranum LÍN skerðast eftir að atvinnutekjur fara upp fyrir frítekjumarkið. Lísa segist hafa reiknað það út fyrir nýjustu hækkun frítekjumarks að sumarvinna á lágmarkslaunum dugaði til að skerða tekjur sínar frá Menntasjóðnum yfir veturinn. „Þannig að maður er svolítið búinn að vera fastur í einhverju limbói þar sem maður þarf að vinna, má ekki vinna of mikið af því þá skerðist námslánið. Það er alls ekki til þess gert að hvetja mann til að stunda nám af meira kappi eða klára fyrr, maður er bara einhvern veginn að vega salt.“ Staðan betri á hinum Norðurlöndunum Lísa segir að stúdentar hafi kallað eftir auknum sveigjanleika hjá Menntasjóði námsmanna og nýjar breytingar á lögum um sjóðinn gangi ekki nógu langt. Þá gerir hún athugasemdir við löggjafarferlið. „Við þurftum að ganga rosalega á eftir því að fá einhvern veginn að koma að þessu og það var eitthvað sem við gagnrýndum.“ „Þetta er enn þá langt frá því að vera orðið eitthvað heilbrigt stuðningskerfi fyrir stúdenta eins og á Norðurlöndunum,“ segir Lísa að lokum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála, hefur boðað að heildarendurskoðun á Menntasjóði námsmanna fari fram síðar á árinu.
Skóla- og menntamál Háskólar Námslán Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. 21. mars 2024 20:17 Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Frumvarpið vonbrigði og hefði viljað metnaðarfyllri aðgerðir Forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta segir frumvarp háskólamálaráðherra um Menntasjóð námsmanna vera vonbrigði. Það þrengi að möguleikum fólks sem flokkað er sem ótryggir lántakar til að stunda nám og þá sé of skammt gengið í breytingum á styrkjafyrirkomulagi. 21. mars 2024 20:17
Leggur til að ríkið hætti að ganga á eftir ábyrgðarmönnum námslána Ekki verður lengur gengið á eftir ábyrgðarmönnum námslána til innheimtu skuldar ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Ráðherra segir sanngjarnt að lántakandinn sjálfur beri ábyrgð á sínum skuldum og vill afnema ábyrgðarmannakerfið í heild sinni. 14. mars 2024 18:31