Leysum innviðakrísuna - losum okkur við ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. ágúst 2024 17:01 Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun