Hvalurinn er laus: „Þetta er kraftaverki næst“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 17:56 Loftmynd frá vettvangi sem sýnir frá því þegar unnið var að því að bjarga hvalnum. Vísir/Rax Hvalurinn sem strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag hefur losnað. Þetta staðfestir Þóra Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir villtra dýra hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga. Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Þetta er kraftaverki næst,“ segir Þóra. „Þetta er í rauninni ótrúlegt. Þetta er ekki lítið eða létt dýr.“ Hún segir sérfræðinga hjá Hafrannsóknarstofnun ekki hafa verið alveg vissa um hvort þetta væri langreyður eða sandreyður eða blendingur. Dýrið var tæpir ellefu metrar. Þóra segir að þegar hvalur strandi séu þrjú viðbrögð sem viðbragðsaðilar standi frami fyrir. Í fyrsta lagi sé það að reyna björgun. Ef sá kostur gengur ekki upp vegna dýravelferðarsjónarmiða eða annarra aðstæðna sé tekið til skoðunar að aflífa hvalinn, en þegar dýrið er jafnstórt og í þessu tilfelli eru ekki endilega til úrræði til þess. Þá sé þriðji kosturinn að láta náttúruna ganga sinn gang og gera ekki neitt, nema kannski að lina þjáningar með því til dæmis að halda hvalnum blautum. „Það eru svo margir sem freistast til þess að setja kaðall um sporðinn og draga þá þannig út. En það flokkast undir að auka þjáningar og eykur mikið líkur á að drepa hann. Það er af því að þeir eru svo þungir þá slítur þú og skaðar innri líffæri og veldur blæðingum, og þeir drukkna vegna þess að þyngdarpunkturinn leggst þannig að blástursopið dregst undir vatn. Þannig má aldrei gera,“ segir Þóra. Hér má sjá fjarlægð hvalsins frá landi.Vísir/Rax Þóra segir að þau sem voru á vettvangi hafi haft töluverðar áhyggjur af ástandi hvalsins bæði vegna þess að hann var grannur og andaði ört. En hann hafi þó sýnt mikinn lífsvilja þegar það fór að flæða að honum. Því ákváðu þau að gera björgunartilraun. „Það verður að vera hægt að lyfta þeim upp að framan. Það var það sem var ákveðið að reyna, í raun sem örvæntingarfull síðasta tilraun, að binda utan um höfuðið og lyfta því upp og halda því uppi á meðan það flæddi að. Og svo draga hann út á frampartinum “ segir Þóra sem þakkar öllum þeim sem komu að björguninni. Hvalurinn komst á flot og synti síðan út á „eigin vélarafli“. Þóra bendir fólki á að verði það vart við hval í neyð eigi það að hringja á neyðarlínuna 112. Þá eigi fólk að halda sig frá hvölunum þar sem allt áreiti trufli þá og minnki lífslíkur þeirra. Fólk eigi jafnframt ekki að grípa til aðgerða í þessum efnum nema í samráði við sérfræðinga.
Hvalir Dýr Ölfus Tengdar fréttir Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Steypireyður strandaði við Þorlákshöfn Skíðishvalur strandaði við Þorlákshöfn fyrr í dag. Hún er um 12 til 13 metra löng. Málið er á borði Matvælastofnunar og mun viðbragðsteymi leggja mat á ástand dýrsins og hvort það sé í standi til þess að hægt sé að bjarga því. Talið er að um steypireyði sé að ræða. 7. ágúst 2024 11:28