Er samt von? Reynir Böðvarsson skrifar 8. ágúst 2024 08:00 Í framhaldi á ferðalagi mínu um norður Þýskaland og Pólland tók ég ferju frá Gdansk til Nynäshamn sem er rétt sunnan við Stockholm. Ég minntist svolítið á það í síðasta pistli hvað ungt fólk á þessum slóðum virðist sjá framtíðina frekar vonlausum augum, ekkert væri í augsýn sem gerði þeim kleyft að sjá sér og hugsanlegri fjölskyldu farborða, foreldrakynslóðin ætti fullt í fangi með að framfleyta sér sjálfum og hefði ekkert til aflögu. Enga von sáu þau í stjórnmálunum heldur, þar væri bara fólk sem væri fyrst og fremst þar í eigin þágu og alls ekki fyrir þau, stjórnmálastéttin var þar fyrst og fremst að vinna að í því að viðhalda sínum forréttindum. Fólkið í stjórnmálum er samkvæmt þessum viðhorfum hluti af yfirstéttinni og alls ekki á nokkurn hátt þeirra fulltrúar, eða eins og einn viðmælandi minn sagði “ekki fulltrúar okkar sem ung eru og sem mundu vilja mynda fjölskyldu í fjölskylduvænu samfélagi”. Það er frekar dapurt að upplifa þegar unga kynslóðin er ekki full bjartsýni og framtíðarþrá eins og allar ungar kynslóðir ættu að hafa rétt á að hafa. Það eru við sem eldri eru sem bera fulla ábyrgð þar á, ekki þau. Það eru við sem eldri erum sem höfum skapað þetta fáránlega samfélag þar sem allir eru ekki velkomnir heldur bara sumir, margir ná einfaldlega aldrei striki á vinnumarkaði sem einkennist í síauknum mæli af samkeppni og gróðafíkn fjármagnseigenda. Fyrir utan það að halda launum í lágmarki þá er það í vinnuumhverfinu sem þeir finna hagræðingarmöguleikana og það bitnar fremst á þeim sem eru lægst á metorðastiganum, þeirra sem vinna sjálfa vinnuna og hafa sjálfir ekki mannaforráð. Það voru margir stórir fluttningabílar sem keyrðu um borð ásamt fjölda annara farartækja, bílar af öllum stærðum og mótorhjól. Augljóslega voru margir þarna á ferð í vinnu þótt margir ferðamenn væru þarna líka innanum. Mér virtist það vera nokkuð auðvelt að sjá hverjir voru þarna á eigin vegum að ferðast og hverjir voru þarna vegna vinnu. Þeir sem voru í vinnuferð voru til dæmis ekki með börn með sér, klæðaburðurinn öðruvísi en ferðamanna og augljóslega ekkert þarna á ferð til að skemmta sér, frekar að leita sér að möguleika að ná hvíld. Þannig vildi til að bókuð káeta sem ég hafði tryggt mér við bókun á ferjunni var breytt í “flugstól”, stól sem hægt er að halla aftur eins og er í flugvélum en enganvegin hægt að líkja við rúm í káetu. Ég var ekki einn um að fá bara einfalda tilkynningu um þessa breytingu, fleiri ferðamenn urðu fyrir þessu en sumum tókst að verða sér úti um rúm í káetu og hurfu því af svæðinu þar sem flugstólarnir voru. Ég undraðist svolítið á því að margir þeirra sem augljóslega voru þarna í vinnuferð fóru strax á stjá og settust þar sem þeir sem þeir sem náðu í káetupláss höfðu setið. Rýmra var um mig vegna þessa um stund þar sem einn í okkar þriggja sæta röð hafði fært sig. Túristarnir í sætunum í kring fóru að ná sér í bjór og horfðu á Ólympíuleikana í sjónvarpi. Síðan fóru þeir að tínast í burtu inn á veitingastaði til þess að fá sér kvöldverð. Þeir sem augljóslega voru í vinnuferð sátu hinsvegar í stólum sínum og byrjuðu að taka upp matarpakka að heiman, vatnið eða bjórinn sem drukkin var með matnum kom líka að heiman. Líklega eyddu þessir menn, jú þetta voru allt karlmenn, ekki einni einustu krónu í búllur um borð. Spilavíti og barir voru þarna fyrir ferðamenn, ekki þá. Ekki heldur þægileg rúm í káetum heldur flugstólar sem nær ómögulegt er að ná svefni í. Það kom líka í ljós að nokkrir þeirra lögðu sig á gólfin milli stóla til þess að hafa einhvern möguleika á að ná hvíld, sem ætti að vera eðlileg krafa þegar keyra á upp til 74 tonna farartæki á vegunum daginn eftir. Þetta er náttúrulega bara nútíma þrælahald og ekkert annað. Hvernig búið er að fólki sem vinnur þau störf sem halda samfélaginu gangandi er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það eru ekki bara bílstjórar sem á lágum launum halda þjóðfélaginu gangandi, ræstingafólk, umönnunaraðilar og nánast allar stéttir á lægstu laununum eru lífsnerf þjóðfélagsins eins og það er skipulagt í dag. Það sem þessar stéttir hafa sameiginlegt eru lág laun og það að þau eru óumberanleg, við sáum það í Covid. Það ætti öllum að vera ljóst að þetta er ekki það samfélag sem réttlætismeðvitund okkar samþykkir, við verðum að fara að átta okkur á því að það dugir ekki lengur að bara horfa eitthvað annað og þykjast ekki sjá þetta óréttlæti sem lýðst, við verðum að gangast við því sem manneskjur að við erum hér saman og að allir í okkar nútíma þjóðfélagi eigi að geta borið höfuðið hátt. Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Í framhaldi á ferðalagi mínu um norður Þýskaland og Pólland tók ég ferju frá Gdansk til Nynäshamn sem er rétt sunnan við Stockholm. Ég minntist svolítið á það í síðasta pistli hvað ungt fólk á þessum slóðum virðist sjá framtíðina frekar vonlausum augum, ekkert væri í augsýn sem gerði þeim kleyft að sjá sér og hugsanlegri fjölskyldu farborða, foreldrakynslóðin ætti fullt í fangi með að framfleyta sér sjálfum og hefði ekkert til aflögu. Enga von sáu þau í stjórnmálunum heldur, þar væri bara fólk sem væri fyrst og fremst þar í eigin þágu og alls ekki fyrir þau, stjórnmálastéttin var þar fyrst og fremst að vinna að í því að viðhalda sínum forréttindum. Fólkið í stjórnmálum er samkvæmt þessum viðhorfum hluti af yfirstéttinni og alls ekki á nokkurn hátt þeirra fulltrúar, eða eins og einn viðmælandi minn sagði “ekki fulltrúar okkar sem ung eru og sem mundu vilja mynda fjölskyldu í fjölskylduvænu samfélagi”. Það er frekar dapurt að upplifa þegar unga kynslóðin er ekki full bjartsýni og framtíðarþrá eins og allar ungar kynslóðir ættu að hafa rétt á að hafa. Það eru við sem eldri eru sem bera fulla ábyrgð þar á, ekki þau. Það eru við sem eldri erum sem höfum skapað þetta fáránlega samfélag þar sem allir eru ekki velkomnir heldur bara sumir, margir ná einfaldlega aldrei striki á vinnumarkaði sem einkennist í síauknum mæli af samkeppni og gróðafíkn fjármagnseigenda. Fyrir utan það að halda launum í lágmarki þá er það í vinnuumhverfinu sem þeir finna hagræðingarmöguleikana og það bitnar fremst á þeim sem eru lægst á metorðastiganum, þeirra sem vinna sjálfa vinnuna og hafa sjálfir ekki mannaforráð. Það voru margir stórir fluttningabílar sem keyrðu um borð ásamt fjölda annara farartækja, bílar af öllum stærðum og mótorhjól. Augljóslega voru margir þarna á ferð í vinnu þótt margir ferðamenn væru þarna líka innanum. Mér virtist það vera nokkuð auðvelt að sjá hverjir voru þarna á eigin vegum að ferðast og hverjir voru þarna vegna vinnu. Þeir sem voru í vinnuferð voru til dæmis ekki með börn með sér, klæðaburðurinn öðruvísi en ferðamanna og augljóslega ekkert þarna á ferð til að skemmta sér, frekar að leita sér að möguleika að ná hvíld. Þannig vildi til að bókuð káeta sem ég hafði tryggt mér við bókun á ferjunni var breytt í “flugstól”, stól sem hægt er að halla aftur eins og er í flugvélum en enganvegin hægt að líkja við rúm í káetu. Ég var ekki einn um að fá bara einfalda tilkynningu um þessa breytingu, fleiri ferðamenn urðu fyrir þessu en sumum tókst að verða sér úti um rúm í káetu og hurfu því af svæðinu þar sem flugstólarnir voru. Ég undraðist svolítið á því að margir þeirra sem augljóslega voru þarna í vinnuferð fóru strax á stjá og settust þar sem þeir sem þeir sem náðu í káetupláss höfðu setið. Rýmra var um mig vegna þessa um stund þar sem einn í okkar þriggja sæta röð hafði fært sig. Túristarnir í sætunum í kring fóru að ná sér í bjór og horfðu á Ólympíuleikana í sjónvarpi. Síðan fóru þeir að tínast í burtu inn á veitingastaði til þess að fá sér kvöldverð. Þeir sem augljóslega voru í vinnuferð sátu hinsvegar í stólum sínum og byrjuðu að taka upp matarpakka að heiman, vatnið eða bjórinn sem drukkin var með matnum kom líka að heiman. Líklega eyddu þessir menn, jú þetta voru allt karlmenn, ekki einni einustu krónu í búllur um borð. Spilavíti og barir voru þarna fyrir ferðamenn, ekki þá. Ekki heldur þægileg rúm í káetum heldur flugstólar sem nær ómögulegt er að ná svefni í. Það kom líka í ljós að nokkrir þeirra lögðu sig á gólfin milli stóla til þess að hafa einhvern möguleika á að ná hvíld, sem ætti að vera eðlileg krafa þegar keyra á upp til 74 tonna farartæki á vegunum daginn eftir. Þetta er náttúrulega bara nútíma þrælahald og ekkert annað. Hvernig búið er að fólki sem vinnur þau störf sem halda samfélaginu gangandi er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Það eru ekki bara bílstjórar sem á lágum launum halda þjóðfélaginu gangandi, ræstingafólk, umönnunaraðilar og nánast allar stéttir á lægstu laununum eru lífsnerf þjóðfélagsins eins og það er skipulagt í dag. Það sem þessar stéttir hafa sameiginlegt eru lág laun og það að þau eru óumberanleg, við sáum það í Covid. Það ætti öllum að vera ljóst að þetta er ekki það samfélag sem réttlætismeðvitund okkar samþykkir, við verðum að fara að átta okkur á því að það dugir ekki lengur að bara horfa eitthvað annað og þykjast ekki sjá þetta óréttlæti sem lýðst, við verðum að gangast við því sem manneskjur að við erum hér saman og að allir í okkar nútíma þjóðfélagi eigi að geta borið höfuðið hátt. Nýfrjálshyggjan er að sundra okkur og er að eyðileggja lífsgæði komandi kynslóða, það verður að koma til nýr samfélagssáttmáli þar sem við erum í þessu saman. Lýðræðislegur róttækur sósíalismi með sterkri óspilltri verkalýðshreyfingu er vonin. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar