Veislan tekin af dagskrá FM957 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2024 18:13 Gústi B og Patrik tróðu upp á föstudagskvöldinu á Þjóðhátíð um liðna helgi. Stemmningin var að sögn gesta svakaleg og Patrik reif sig úr að ofan venju samkvæmt. Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár. Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira
Hlustendur FM957 tóku eftir því í dag að Veislan var ekki í loftinu á tilskyldum tíma. Gústi B, sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár á samfélagsmiðlinum TikTok, hefur verið aðalvítamínssprautan þáttanna. Hann hefur haft nokkra gestastjórnendur í þættinum á borð við Pál Orra Pálsson verðbréfamiðlara, Adam Ægi Pálsson knattspyrnumann og svo síðast fyrrnefndan Patrik. Þættirnir hafa notið töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvort ákvörðunin um að taka Veisluna úr loftinu tengist ummælum sem Patrik lét falla í þættinum í síðustu viku. Þar var hlustandi að hringja inn og greiða atkvæði í keppni um þjóðhátíðarlag. Atkvæðið féll ekki Patrik í skaut sem spurði innhringjandann sem sagðist vera á leið á Þjóðhátíð: „Mætirðu með botnlaust tjald?““ Ummælin hafa farið fyrir brjóstið á fjölmörgum en með botnlausu tjaldi er átt við tjald sem hægt er að varpa auðveldlega yfir áfengisdauða manneskju til þess að brjóta á henni kynferðislega. Með því að spyrja hvort einhver ætli að taka með sér botnlaust tjald spyr maður eiginlega að því hvort hann ætli sér að nauðga einhverjum. Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Fjölmargir hafa komið Patrik til varnar í athugasemdakerfum. Þar heyrast helst þau rök að Patrik hafi verið að grínast, húmor eigi sér engin landamæri, og hann sé raunar skjóta á innhringjandann og óbeint spyrja hann hvort hann sé hálfviti. Fréttastofa hefur gert endurteknar tilraunir til að fá hlið Patriks á málinu en án árangurs. Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar, staðfesti við fréttastofu að þátturinn væri ekki lengur á dagskrá á FM957. Hún vildi ekki tjá sig nánar um ástæður þess að þátturinn væri ekki lengur í loftinu. Fram kom í máli Þórdísar í viðtali við DV í síðustu viku þegar ummælin féllu að Patrik starfaði sem verktaki hjá Sýn við umsjón Veislunnar einu sinni í viku. „Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg. Ég hef ekki náð í Patrik Atlason enn en mun eiga alvarlegt samtal við hann og óska eftir útskýringum á þessu. Kynferðisofbeldi er hræðilegt samfélagsmein sem á aldrei að tala um á léttum nótum, hvort sem það er í hugsunarleysi eða ekki.“ Fréttastofa hefur leitað eftir viðbrögðum hjá Gústa B og Patrik. Fréttin verður uppfærð þegar þau berast. Gústi sagði í færslu á Instagram um það leyti sem þátturinn átti að hefjast að þátturinn væri í fríi. Vísir og FM957 eru í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Sjá meira