Gleðilega hinsegin daga – um allt land Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. ágúst 2024 06:30 Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Hinsegin Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu. Takk hinsegin sjálfboðaliðar, aktívistar, listafólk, veitingafólk, söngvarar, dansarar, fræðafólk, almenningur sem hefur sótt viðburði og ekki síst stjórn Hinsegin daga fyrir að gera þessa viku að þeirri veislu fjölbreytileikans sem hún er. Það er ekki bara á blettinum í kringum Reykjavík þar sem hinsegin gróska ríkir. Hinsegin félög hafa verið stofnuð á Norðurlandi, Austurlandi og Vesturlandi og standa fyrir öflugu starfi. Forsvarsmenn þessara félaga eru miklir frumkvöðlar og forystufólk og minna okkur á að við eigum öll rétt á að vera eins og við erum – í heimabyggð og hvar sem við komum. Sá veruleiki að hinsegin fólk þurfi að flytja búferlum til að geta komið út úr skápnum á að vera liðin tíð. Í lok júní hélt Hinsegin Vesturland stórglæsilega Hinsegin hátíð í Borgarnesi og var ég þess heiðurs aðnjótandi að flytja þar ávarp. Ég ólst sjálfur upp á Mýrunum í næsta nágrenni Borgarness og mér þótti mjög vænt um að sjá allan stuðninginn sem samfélagið þar sýnir hinsegin fólki. Mætingin var frábær og bærinn undirlagður af regnbogafánanum og öðrum merkjum hinsegin fólks. Þessi sýnileiki skiptir gríðarlegu máli. Stuðningur í heimabyggð er lykilatriði í viðbragðinu við bakslaginu sem hefur orðið á undanförnum misserum. Í vor bárust þær gleðifréttir að Ísland hafi tekið stökk upp í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe). Ísland er jafnframt áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Þessi mikli árangur náðist ekki af tilviljun heldur vegna þrotlausar vinnu, metnaðar og baráttu hinsegin samfélagsins og áherslna stjórnvalda í málaflokknum. Það hefur verið gaman að taka þátt í þeirri vinnu og ég hlakka til áframhaldandi baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Hluti af því er stuðningur við félagasamtök eins og Samtökin 78 sem á miklar þakkir skyldar fyrir öflugt starf í þágu fjölbreytileikans. Til hamingju við öll með hinsegin daga – úti um allt land. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun