Þakklæti Magneu Gná Jóhannsdóttur skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa alist upp á Íslandi, í samfélagi sem á mælikvarða heimsins er opið og frjálst land. Land þar sem fólk má elska þann sem það elskar, giftast og stofna fjölskyldu með aðila af sama kyni og skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Þar sem umræða um hinseginleikann og fjölbreytileika mannkyns er opin í það minnsta mun opnari en hún var áður og mun opnari en hún er víðast hvar í heiminum, þótt margt sé enn óunnið og baráttunni alls ekki lokið. Þegar ég var unglingur stundaði ég nám við alþjóðlegan menntaskóla í Noregi og síðar vann ég í alþjóðlegum menntaskóla í Taílandi. Það var mikil lífsskólun að búa með 200 unglingum frá um 95 löndum. Fyrir utan að eignast vini frá ólíkum menningarheimum fékk ég líka innsýn inn í þessa menningarheima og stöðu samnemenda minna í þeirra heimalöndum, einkum þegar kom að hinseginleika. Sum þeirra höfðu lagt sig fram við að sækja um skóla annarsstaðar í heiminum til þess að komast frá þeim veruleika sem blasti við þeim heima fyrir þar sem þau voru ekki samþykkt fyrir að vera þau. Fleiri en einn samkynhneigður skólafélagi minn frá löndum í Suður-Ameríku höfðu verið send í prógram sem átti að vera til þess fallið að gera þau gagnkynhneigð, eins og kynhneigð sé val eða ,,eitthvað til að laga.” Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann sálarlega skaða sem slíkt prógram veldur einstaklingi. Það var sárt að heyra af raunum þessara samnemenda sem gerðu ekkert rangt heldur voru dæmd fyrir að vera þau sjálf af bæði fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það er allt rangt við það. Í störfum mínum við alþjóðlegan menntaskóla í Taílandi áttaði ég mig á því að hinsegin samfélagið innan skólans vantaði samastað og sýnileika. Ég réðist því í það verkefni að stofna félagsstarf sem stuðlaði að fræðslu og umræðu um hinseginleikann og skipulagði gleðigöngu innan skólans. Fljótt var ljóst að mikil nauðsyn var fyrir þessum vettvangi. Nemandi frá afskekktu þorpi í Pakistan hafði aldrei heyrt um samkynhneigð eða hinseginleika. Þetta var aldrei rætt í hans þorpi og engar hinsegin fyrirmyndir voru í hans samfélagi. Fróðleiksþorsti hans var því mikill. Ég man hvað það kom mér á óvart að hann hafði aldrei heyrt um hugtök eins og ‘hinseginleiki’ enda er ég fædd árið 1997 á Íslandi og ólst upp í samfélagi þar sem flestir þekkja og skilja hugtök sem falla undir regnhlífarhugtakið ,,hinsegin” og í gegnum barnæskuna fylgdist ég með réttindabaráttu hinsegin fólks og samfélaginu mínu þróast í opnari og réttlátari átt. Þegar ég var að skipuleggja gleðigönguna með nemendum skólans brugðust sumir foreldrar barna í skólanum vægast sagt illa við. Veggspjöld sem auglýstu gönguna voru tekin niður og ég gleymi því aldrei þegar skólastjórinn sagði mér að foreldri hefði mætt á skrifstofuna sína til að tilkynna skólanum að hann hyggðist láta barnið sitt skipta um skóla vegna göngunnar. Það sem ég var þakklát skólastjórnendum fyrir að standa með mér og nemendum í þessu máli. Það hefði ef til vill verið auðveldara fyrir þá að hlusta á reiða fordómafulla foreldra sem vildu banna hinsegin sýnileika og samstöðu innan veggja skólans. Þessar sögur eru áminning um mikilvægi opinnar umræðu og fræðslu um hinseginleika og sýnileika fjölbreytileikans til þess að vinna gegn fáfræði og fordómum. Þær minna okkur á hvað við höfum náð langt í samfélagslegri umræðu og viðurkenningu á lagalegum réttindum hinsegin fólks hérlendis. Því miður hafa verið teikn á lofti um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Við þurfum að stíga fast til jarðar gegn þeirri þróun og uppræta fordóma í okkar nærumhverfi. Við megum ekki láta efasemdaraddir um mikilvægi hinseginfræðslu stjórna því hvort hinseginfræðsla sé kennd í skólum landsins. Okkur ber skylda til að fræða um fjölbreytileikann og mannréttindi einstaklinga. Í því samhengi má einnig benda á að ungmennaráð víða um land hafa óskað eftir aukinni hinseginfræðslu. Unga fólkið okkar vill fræðast meira um hinseginleikann. Það er hagur okkur allra að fólki líði vel í eigin skinni og fái að lifa í frjálsu og opnu samfélagi þar sem það er samþykkt eins og það er. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur rutt brautina og barist og berst enn fyrir réttindum hinseginfólks. Það er fyrir ykkar baráttu að Ísland er í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks og í efsta sæti á réttindakorti transfólks í Evrópu. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Magnea Gná Jóhannsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa alist upp á Íslandi, í samfélagi sem á mælikvarða heimsins er opið og frjálst land. Land þar sem fólk má elska þann sem það elskar, giftast og stofna fjölskyldu með aðila af sama kyni og skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Þar sem umræða um hinseginleikann og fjölbreytileika mannkyns er opin í það minnsta mun opnari en hún var áður og mun opnari en hún er víðast hvar í heiminum, þótt margt sé enn óunnið og baráttunni alls ekki lokið. Þegar ég var unglingur stundaði ég nám við alþjóðlegan menntaskóla í Noregi og síðar vann ég í alþjóðlegum menntaskóla í Taílandi. Það var mikil lífsskólun að búa með 200 unglingum frá um 95 löndum. Fyrir utan að eignast vini frá ólíkum menningarheimum fékk ég líka innsýn inn í þessa menningarheima og stöðu samnemenda minna í þeirra heimalöndum, einkum þegar kom að hinseginleika. Sum þeirra höfðu lagt sig fram við að sækja um skóla annarsstaðar í heiminum til þess að komast frá þeim veruleika sem blasti við þeim heima fyrir þar sem þau voru ekki samþykkt fyrir að vera þau. Fleiri en einn samkynhneigður skólafélagi minn frá löndum í Suður-Ameríku höfðu verið send í prógram sem átti að vera til þess fallið að gera þau gagnkynhneigð, eins og kynhneigð sé val eða ,,eitthvað til að laga.” Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann sálarlega skaða sem slíkt prógram veldur einstaklingi. Það var sárt að heyra af raunum þessara samnemenda sem gerðu ekkert rangt heldur voru dæmd fyrir að vera þau sjálf af bæði fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það er allt rangt við það. Í störfum mínum við alþjóðlegan menntaskóla í Taílandi áttaði ég mig á því að hinsegin samfélagið innan skólans vantaði samastað og sýnileika. Ég réðist því í það verkefni að stofna félagsstarf sem stuðlaði að fræðslu og umræðu um hinseginleikann og skipulagði gleðigöngu innan skólans. Fljótt var ljóst að mikil nauðsyn var fyrir þessum vettvangi. Nemandi frá afskekktu þorpi í Pakistan hafði aldrei heyrt um samkynhneigð eða hinseginleika. Þetta var aldrei rætt í hans þorpi og engar hinsegin fyrirmyndir voru í hans samfélagi. Fróðleiksþorsti hans var því mikill. Ég man hvað það kom mér á óvart að hann hafði aldrei heyrt um hugtök eins og ‘hinseginleiki’ enda er ég fædd árið 1997 á Íslandi og ólst upp í samfélagi þar sem flestir þekkja og skilja hugtök sem falla undir regnhlífarhugtakið ,,hinsegin” og í gegnum barnæskuna fylgdist ég með réttindabaráttu hinsegin fólks og samfélaginu mínu þróast í opnari og réttlátari átt. Þegar ég var að skipuleggja gleðigönguna með nemendum skólans brugðust sumir foreldrar barna í skólanum vægast sagt illa við. Veggspjöld sem auglýstu gönguna voru tekin niður og ég gleymi því aldrei þegar skólastjórinn sagði mér að foreldri hefði mætt á skrifstofuna sína til að tilkynna skólanum að hann hyggðist láta barnið sitt skipta um skóla vegna göngunnar. Það sem ég var þakklát skólastjórnendum fyrir að standa með mér og nemendum í þessu máli. Það hefði ef til vill verið auðveldara fyrir þá að hlusta á reiða fordómafulla foreldra sem vildu banna hinsegin sýnileika og samstöðu innan veggja skólans. Þessar sögur eru áminning um mikilvægi opinnar umræðu og fræðslu um hinseginleika og sýnileika fjölbreytileikans til þess að vinna gegn fáfræði og fordómum. Þær minna okkur á hvað við höfum náð langt í samfélagslegri umræðu og viðurkenningu á lagalegum réttindum hinsegin fólks hérlendis. Því miður hafa verið teikn á lofti um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Við þurfum að stíga fast til jarðar gegn þeirri þróun og uppræta fordóma í okkar nærumhverfi. Við megum ekki láta efasemdaraddir um mikilvægi hinseginfræðslu stjórna því hvort hinseginfræðsla sé kennd í skólum landsins. Okkur ber skylda til að fræða um fjölbreytileikann og mannréttindi einstaklinga. Í því samhengi má einnig benda á að ungmennaráð víða um land hafa óskað eftir aukinni hinseginfræðslu. Unga fólkið okkar vill fræðast meira um hinseginleikann. Það er hagur okkur allra að fólki líði vel í eigin skinni og fái að lifa í frjálsu og opnu samfélagi þar sem það er samþykkt eins og það er. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur rutt brautina og barist og berst enn fyrir réttindum hinseginfólks. Það er fyrir ykkar baráttu að Ísland er í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks og í efsta sæti á réttindakorti transfólks í Evrópu. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun