Þakklæti Magneu Gná Jóhannsdóttur skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa alist upp á Íslandi, í samfélagi sem á mælikvarða heimsins er opið og frjálst land. Land þar sem fólk má elska þann sem það elskar, giftast og stofna fjölskyldu með aðila af sama kyni og skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Þar sem umræða um hinseginleikann og fjölbreytileika mannkyns er opin í það minnsta mun opnari en hún var áður og mun opnari en hún er víðast hvar í heiminum, þótt margt sé enn óunnið og baráttunni alls ekki lokið. Þegar ég var unglingur stundaði ég nám við alþjóðlegan menntaskóla í Noregi og síðar vann ég í alþjóðlegum menntaskóla í Taílandi. Það var mikil lífsskólun að búa með 200 unglingum frá um 95 löndum. Fyrir utan að eignast vini frá ólíkum menningarheimum fékk ég líka innsýn inn í þessa menningarheima og stöðu samnemenda minna í þeirra heimalöndum, einkum þegar kom að hinseginleika. Sum þeirra höfðu lagt sig fram við að sækja um skóla annarsstaðar í heiminum til þess að komast frá þeim veruleika sem blasti við þeim heima fyrir þar sem þau voru ekki samþykkt fyrir að vera þau. Fleiri en einn samkynhneigður skólafélagi minn frá löndum í Suður-Ameríku höfðu verið send í prógram sem átti að vera til þess fallið að gera þau gagnkynhneigð, eins og kynhneigð sé val eða ,,eitthvað til að laga.” Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann sálarlega skaða sem slíkt prógram veldur einstaklingi. Það var sárt að heyra af raunum þessara samnemenda sem gerðu ekkert rangt heldur voru dæmd fyrir að vera þau sjálf af bæði fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það er allt rangt við það. Í störfum mínum við alþjóðlegan menntaskóla í Taílandi áttaði ég mig á því að hinsegin samfélagið innan skólans vantaði samastað og sýnileika. Ég réðist því í það verkefni að stofna félagsstarf sem stuðlaði að fræðslu og umræðu um hinseginleikann og skipulagði gleðigöngu innan skólans. Fljótt var ljóst að mikil nauðsyn var fyrir þessum vettvangi. Nemandi frá afskekktu þorpi í Pakistan hafði aldrei heyrt um samkynhneigð eða hinseginleika. Þetta var aldrei rætt í hans þorpi og engar hinsegin fyrirmyndir voru í hans samfélagi. Fróðleiksþorsti hans var því mikill. Ég man hvað það kom mér á óvart að hann hafði aldrei heyrt um hugtök eins og ‘hinseginleiki’ enda er ég fædd árið 1997 á Íslandi og ólst upp í samfélagi þar sem flestir þekkja og skilja hugtök sem falla undir regnhlífarhugtakið ,,hinsegin” og í gegnum barnæskuna fylgdist ég með réttindabaráttu hinsegin fólks og samfélaginu mínu þróast í opnari og réttlátari átt. Þegar ég var að skipuleggja gleðigönguna með nemendum skólans brugðust sumir foreldrar barna í skólanum vægast sagt illa við. Veggspjöld sem auglýstu gönguna voru tekin niður og ég gleymi því aldrei þegar skólastjórinn sagði mér að foreldri hefði mætt á skrifstofuna sína til að tilkynna skólanum að hann hyggðist láta barnið sitt skipta um skóla vegna göngunnar. Það sem ég var þakklát skólastjórnendum fyrir að standa með mér og nemendum í þessu máli. Það hefði ef til vill verið auðveldara fyrir þá að hlusta á reiða fordómafulla foreldra sem vildu banna hinsegin sýnileika og samstöðu innan veggja skólans. Þessar sögur eru áminning um mikilvægi opinnar umræðu og fræðslu um hinseginleika og sýnileika fjölbreytileikans til þess að vinna gegn fáfræði og fordómum. Þær minna okkur á hvað við höfum náð langt í samfélagslegri umræðu og viðurkenningu á lagalegum réttindum hinsegin fólks hérlendis. Því miður hafa verið teikn á lofti um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Við þurfum að stíga fast til jarðar gegn þeirri þróun og uppræta fordóma í okkar nærumhverfi. Við megum ekki láta efasemdaraddir um mikilvægi hinseginfræðslu stjórna því hvort hinseginfræðsla sé kennd í skólum landsins. Okkur ber skylda til að fræða um fjölbreytileikann og mannréttindi einstaklinga. Í því samhengi má einnig benda á að ungmennaráð víða um land hafa óskað eftir aukinni hinseginfræðslu. Unga fólkið okkar vill fræðast meira um hinseginleikann. Það er hagur okkur allra að fólki líði vel í eigin skinni og fái að lifa í frjálsu og opnu samfélagi þar sem það er samþykkt eins og það er. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur rutt brautina og barist og berst enn fyrir réttindum hinseginfólks. Það er fyrir ykkar baráttu að Ísland er í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks og í efsta sæti á réttindakorti transfólks í Evrópu. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Magnea Gná Jóhannsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Nú þegar hinsegindagar standa yfir er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það fólk sem hefur barist fyrir réttindum hinsegin fólks svo að við öll fáum að búa í opnara og frjálsara samfélagi. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa alist upp á Íslandi, í samfélagi sem á mælikvarða heimsins er opið og frjálst land. Land þar sem fólk má elska þann sem það elskar, giftast og stofna fjölskyldu með aðila af sama kyni og skilgreina sig utan kynjatvíhyggjunnar. Þar sem umræða um hinseginleikann og fjölbreytileika mannkyns er opin í það minnsta mun opnari en hún var áður og mun opnari en hún er víðast hvar í heiminum, þótt margt sé enn óunnið og baráttunni alls ekki lokið. Þegar ég var unglingur stundaði ég nám við alþjóðlegan menntaskóla í Noregi og síðar vann ég í alþjóðlegum menntaskóla í Taílandi. Það var mikil lífsskólun að búa með 200 unglingum frá um 95 löndum. Fyrir utan að eignast vini frá ólíkum menningarheimum fékk ég líka innsýn inn í þessa menningarheima og stöðu samnemenda minna í þeirra heimalöndum, einkum þegar kom að hinseginleika. Sum þeirra höfðu lagt sig fram við að sækja um skóla annarsstaðar í heiminum til þess að komast frá þeim veruleika sem blasti við þeim heima fyrir þar sem þau voru ekki samþykkt fyrir að vera þau. Fleiri en einn samkynhneigður skólafélagi minn frá löndum í Suður-Ameríku höfðu verið send í prógram sem átti að vera til þess fallið að gera þau gagnkynhneigð, eins og kynhneigð sé val eða ,,eitthvað til að laga.” Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þann sálarlega skaða sem slíkt prógram veldur einstaklingi. Það var sárt að heyra af raunum þessara samnemenda sem gerðu ekkert rangt heldur voru dæmd fyrir að vera þau sjálf af bæði fjölskyldum þeirra og samfélaginu. Það er allt rangt við það. Í störfum mínum við alþjóðlegan menntaskóla í Taílandi áttaði ég mig á því að hinsegin samfélagið innan skólans vantaði samastað og sýnileika. Ég réðist því í það verkefni að stofna félagsstarf sem stuðlaði að fræðslu og umræðu um hinseginleikann og skipulagði gleðigöngu innan skólans. Fljótt var ljóst að mikil nauðsyn var fyrir þessum vettvangi. Nemandi frá afskekktu þorpi í Pakistan hafði aldrei heyrt um samkynhneigð eða hinseginleika. Þetta var aldrei rætt í hans þorpi og engar hinsegin fyrirmyndir voru í hans samfélagi. Fróðleiksþorsti hans var því mikill. Ég man hvað það kom mér á óvart að hann hafði aldrei heyrt um hugtök eins og ‘hinseginleiki’ enda er ég fædd árið 1997 á Íslandi og ólst upp í samfélagi þar sem flestir þekkja og skilja hugtök sem falla undir regnhlífarhugtakið ,,hinsegin” og í gegnum barnæskuna fylgdist ég með réttindabaráttu hinsegin fólks og samfélaginu mínu þróast í opnari og réttlátari átt. Þegar ég var að skipuleggja gleðigönguna með nemendum skólans brugðust sumir foreldrar barna í skólanum vægast sagt illa við. Veggspjöld sem auglýstu gönguna voru tekin niður og ég gleymi því aldrei þegar skólastjórinn sagði mér að foreldri hefði mætt á skrifstofuna sína til að tilkynna skólanum að hann hyggðist láta barnið sitt skipta um skóla vegna göngunnar. Það sem ég var þakklát skólastjórnendum fyrir að standa með mér og nemendum í þessu máli. Það hefði ef til vill verið auðveldara fyrir þá að hlusta á reiða fordómafulla foreldra sem vildu banna hinsegin sýnileika og samstöðu innan veggja skólans. Þessar sögur eru áminning um mikilvægi opinnar umræðu og fræðslu um hinseginleika og sýnileika fjölbreytileikans til þess að vinna gegn fáfræði og fordómum. Þær minna okkur á hvað við höfum náð langt í samfélagslegri umræðu og viðurkenningu á lagalegum réttindum hinsegin fólks hérlendis. Því miður hafa verið teikn á lofti um bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Við þurfum að stíga fast til jarðar gegn þeirri þróun og uppræta fordóma í okkar nærumhverfi. Við megum ekki láta efasemdaraddir um mikilvægi hinseginfræðslu stjórna því hvort hinseginfræðsla sé kennd í skólum landsins. Okkur ber skylda til að fræða um fjölbreytileikann og mannréttindi einstaklinga. Í því samhengi má einnig benda á að ungmennaráð víða um land hafa óskað eftir aukinni hinseginfræðslu. Unga fólkið okkar vill fræðast meira um hinseginleikann. Það er hagur okkur allra að fólki líði vel í eigin skinni og fái að lifa í frjálsu og opnu samfélagi þar sem það er samþykkt eins og það er. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur rutt brautina og barist og berst enn fyrir réttindum hinseginfólks. Það er fyrir ykkar baráttu að Ísland er í 2. sæti á Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks og í efsta sæti á réttindakorti transfólks í Evrópu. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar