Sparkaði í meðvitundarlausan mann og skar annan í andlitið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. ágúst 2024 13:23 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur hlotið tíu mánaða fangelsisdóm, þar sem sjö mánuðir og tíu dagar munu verða skilorðsbundnir til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvær líkamsárásir og nokkur minni háttar fíkniefnalagabrot. Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni. Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Líkamsárásirnar sem maðurinn var ákærður fyrir áttu sér stað í apríl og maí á þessu ári. Annars vegar var honum gefið að sök að hafa ásamt öðrum einstaklingi ráðist á annan mann fyrir utan veitingastað á ótilgreindum stað í apríl. Hann er sagður hafa sparkað í höfuð mannsins sem hafi legið meðvitundarlaus og bjarglaus í jörðinni. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið áverka á höfði. Hins vegar var maðurinn ákærður fyrir að veitast að öðrum manni með hnífi fyrir utan skemmtistað, líka á ótilgreindum stað, og skera hann í andlit. Sá sem varð fyrir árásinni hlaut samkvæmt ákæru rispu yfir hægra kinnbeini. Einnig var maðurinn ákærður fyrir sex fíkniefnabrot. En í þeim gerði lögreglan upptæk samtals tæp ellefu grömm af kókaíni, fjögur grömm af MDMA, hálft gramm af hassi og rúmt gramm af marijúana. Jafnframt var maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í vörslum sínum piparúða. Tilefnislausar árásir Maðurinn játaði sök og taldi dómurinn sannað að hann hefði framið umrædd brot. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að árásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Að mati dómsins verður að telja mikil mildi að afleiðingar árásanna hafi ekki orðið enn alvarlegri en þær urðu. Þá hafi vilji árásarmannsins verið sterkur og einbeittur. Við ákvörðun refsingar á hendur manninum var litið til aldurs árásarmannsins, sem er eins og áður segir um tvítugt. Líkt og áður segir hlaut hann tíu mánaða fangelsisdóm þar sem sjö mánuðir og tíu dagar eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Þá var gæsluvarðhald sem maðurinn hefur sætt í samtals áttatíu daga dregið frá refsingunni.
Dómsmál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira