Heimilið algjörlega í rúst þegar þau komu heim eftir Þjóðhátíð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2024 21:49 Aðkoman var ekki góð þegar Skæringur kom heim til sín eftir Þjóðhátíð. Vísir Skæringur Óli Þórarinsson lenti vægast sagt illa í því þegar hann leigði heimilið sitt í Vestmannaeyjum út yfir Þjóðhátíðarhelgina, en þegar hann kom heim á mánudeginum var heimilið gjörsamlega í rúst. Hann segist ekki hafa átt orð þegar hann kom heim til sín. „Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Ég ákvað að taka sénsinn og leigði hóp af tíu strákum sem ég þekkti ekkert heimili mitt og minnar fjölskyldu. Mér þótti auglýsingin þeirra koma vel fyrir og öll mín samskipti við þá báru þess merki að þetta væru fínustu strákar sem langaði að koma skemmta sér á Þjóðhátið,“ segir Skæringur. Um var að ræða hóp fólks sem samanstóð af hljómsveitinni HúbbaBúbba og aðstandendum þeirra. Allt brotið og bramlað Þegar Skæringur kom til baka var ljóst að ýmislegt hafði gengið á í húsinu hans. „Svona til að stikla á stóru var búið að brjóta nokkra myndaramma, veggklukku, einhver glös, rúðu í útidyrahurðinni, ljóskúpul, kertastjakar rifnir af veggjum, plata í einum eldhússkápnum brotin, öll gólf og gluggakistur undirlagðar af notuðum nikótínpokum, tuggðum tyggjóklessum, glerbrotum og almennu rusli,“ segir Skæringur. Hann segist þekkja fólk sem hefur leigt fólki sem bendlað er við undirheimana, og aðkoman eftir þá hafi verið mun snyrtilegri en hjá honum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá hvernig aðkoman var að húsinu mánudaginn eftir Þjóðhátíð. Hann er ekki búinn að gera við allt sem þarf að gera við, en hann þurfti að fá utanaðkomandi fólk til að þrífa íbúðina, fimm manns. „Það tók sex klukkutíma að þrífa og ganga frá hér og við erum ennþá að rekast á glerbrot hér og þar annað slagið,“ segir Skæringur. Það sé ekki heppilegt að vera með sjö mánaða gamalt barn við þessar aðstæður. Hann segir að tjónið hafi verið upp á minnst 200.000 krónur, en strákarnir hafi prúttað sig niður í 150.000. „En það sem mér þótti mesta óvirðingin í þessu var að þeir sáu sér ekki sómann í því að biðjast afsökunar fyrr en búið var að fallast á þetta. Þá kom ein svona skítleg afsökunarbeiðni í blálokin,“ segir Skæringur. „Maður getur ekki ábyrgst það sem félagar manns gera á Þjóðhátíð“ Eyþór Aron Wöhler, leikmaður KR í knattspyrnu og einn af lykilfólkinu í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur, er meðlimur í hljómsveitinni HúbbaBúbba. Hann segir að málið sé misskilningur. „Ég þekki nú strákana sem voru að gista þarna en ég var ekki þarna. Þetta er leiðindamál og leiðinlegt að vera dreginn inn í þetta,“ segir Eyþór. Hann segist þekkja strákana og segir að hann hafi „rétt þeim tyggjó þarna á föstudaginn.“ Ekki fylgdu frekari útskýringar á þessum tyggjóummælum, en hljómsveit hans heitir eftir tyggjói og nýjasta lag hennar heitir „Miklu meira en bara tyggjó.“ „En þetta er náttúrulega bara misskilningur og málflutningur ekki réttur,“ segir Eyþór. Hann segist ekki geta tekið ábyrgð á því sem félagar hans gera á Þjóðhátíð, en það sé auðvitað leiðinlegt hvernig fór. Athygli Vísis hefur verið vakin á því eftir samtalið við Eyþór að á TikTok reikningi hljómsveitarinnar sést hann annars vegar hoppa niður af vegg fyrir utan húsið og í hinum sprengja konfettísprengju í innkeyrslunni. Umdeilt kosningamyndband Eyþór komst í fréttirnar fyrr í sumar vegna umtalaðs myndbands, þar sem hann kastar bíllyklum í unga konu og hrindir annarri. Hann var lykilmaður í samfélagsmiðlateymi forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur og bjó til ótal myndbönd sem birtust á TikTok. Eyþór sagði að ekkert væri á bak við umrætt myndband annað en húmor og léttleiki. „Ekki einhver djúp pæling,“ sagði hann. Grínið hafi bara verið til að fá fólk til að kjósa.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira