Innherji

Reyna að nýju að koma á kaup­réttar­kerfi eftir and­stöðu frá Gildi

Hörður Ægisson skrifar
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis, og Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóra Heima.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, Davíð Rúdólfsson, framkvæmdastjóri Gildis, og Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóra Heima.

Eftir að hafa mætt andstöðu frá sumum lífeyrissjóðum, einkum Gildi, við kaupréttarkerfi til handa lykilstjórnendum fyrr á árinu freista stjórnir smásölurisans Haga og fasteignafélagsins Heima þess núna að nýju að koma á slíku kerfi með breytingum frá upprunalegum tillögum, meðal annars eru vextir til leiðréttingar á nýtingaverði kaupréttanna hækkaðir nokkuð. Þá mun hámarks úthlutun kauprétta til forstjóra Haga vera helmingi minni en upphaflega var áformað.


Tengdar fréttir

Telur „æski­legt“ að fleiri líf­eyris­sjóðir taki upp sömu á­herslur og Gildi

Stjórnarformaður Gildis, sem hefur iðulega beitt sér gegn því sem sjóðurinn hefur talið vera „óhóflegar“ bónusgreiðslur eða kaupréttarsamningar hjá félögum í Kauphöllinni, kallar eftir því að aðrir lífeyrissjóðir fylgi í sömu fótspor og Gildi. Sjóðurinn taldi ástæðu til að framfylgja hluthafastefnu sinni af „meiri þunga en áður“ á nýafstöðnum aðalfundum skráðra félaga, að hans sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×