Afnám tolla myndi gera út af við íslenskan landbúnað Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 14:32 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og Margrét Gísladóttir er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Vísir/Vilhelm/SFL Hart hefur verið tekist á um afnám matvælatolla síðustu daga. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það skila sér í minni verðbólgu en framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði segir starfstéttina geta lagst niður verði það gert. Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“ Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Fyrir helgi birti Viðskiptaráð úttekt þar sem tekið var saman hvað matvæli myndu kosta skyldu tollar á þeim vera afnumdir. Meðal annars myndi verð lækka um þriðjung á innfluttum frönskum og írskum nautalundum og danskar kjúklingabringur yrðu 43 prósentum ódýrari. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda tekur undir með Viðskiptaráði og telur að afnám innflutningstolla á ákveðnum matvælum myndi skila sér í minni verðbólgu. „Tollverndin hér er sú langmesta í Evrópu, og einhver sú mesta í OECD. Þannig það er vel hægt að draga úr henni og vera engu að síður á efri kantinum hjá vestrænum ríkjum í tollvernd. Hún er ósköp einfaldlega allt of mikil, og í staðinn fyrir að gera innflutning dýrari koma þeir oft í veg fyrir innflutning á vörum sem neytendur myndu vilja sjá,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, segir hins vegar afnám tolla leiða til þess að landbúnaður færist úr landinu. „Tollar eru gríðarlega mikilvægir fyrir landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi. Þeir eru ekki einungis notaðir hérlendis heldur í öllum okkar helstu viðskipta- og nágrannalöndum til þess að vernda innanlandsframleiðslu sína,“ segir Margrét. „Ég tel mun vænlegra að líta til leiða til að lækka framleiðslukostnað á Íslandi og þannig gera íslenskan landbúnað samkeppnishæfari en hann er í dag.“
Skattar og tollar Landbúnaður Verðlag Matvælaframleiðsla Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira