„Kominn tími til að ég myndi stíga upp“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. ágúst 2024 21:46 Jónatan Ingi skoraði bæði mörk Vals í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur vann 5-1 sigur gegn HK á heimavelli. Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum og gerði þrennu. „Við mættum almennilega til leiks. Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir í deildinni og við ætluðum að spila vel frá fyrstu mínútu sem mér fannst við gera. Þeir fengu síðan á sig víti og rautt spjald og eftir að við komumst 2-1 yfir þá fannst mér aldrei vera spurning hver myndi vinna,“ sagði Jónatan Ingi ánægður með sigurinn. Jónatan Ingi var allt í öllu og upplegg Vals snerist mikið um að hann fengi boltann og myndi búa til færi á hægri kantinum. „Mér fannst kominn tími til að ég myndi stíga upp. Mér fannst ég ekki góður gegn KA og það var mikilvægt að ég myndi hjálpa liðinu sem var mjög gott.“ „Það var kærkomið að labba út af vellinum með sigur. Það var auðvitað gaman að skora en maður var farinn að „kreiva“ sigurinn.“ Í stöðunni 4-1 hafði bæði Jónatan og Gylfi Þór Sigurðsson skorað tvö mörk. Jónatan skoraði sitt þriðja mark eftir skot frá Gylfa sem Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði. „Við hlógum af þessu. Ég vissi ekki af honum en hann átti gott skot og maður fylgir alltaf eftir því maður veit að skotin hans fara á markið og ég var klár og mark er mark sama hver skorar það.“ Aðspurður hvernig Túfa hefur komið inn sem þjálfari Vals sagðist Jónatan vera ánægður með hans störf. „Það hefur verið lítill tími og stutt á milli leikja en hann hefur komið með sínar áherslur og mun hægt og rólega bæta við meira sem er jákvætt,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson eftir leik. Besta deild karla Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
„Við mættum almennilega til leiks. Síðustu tveir leikir hafa ekki verið góðir í deildinni og við ætluðum að spila vel frá fyrstu mínútu sem mér fannst við gera. Þeir fengu síðan á sig víti og rautt spjald og eftir að við komumst 2-1 yfir þá fannst mér aldrei vera spurning hver myndi vinna,“ sagði Jónatan Ingi ánægður með sigurinn. Jónatan Ingi var allt í öllu og upplegg Vals snerist mikið um að hann fengi boltann og myndi búa til færi á hægri kantinum. „Mér fannst kominn tími til að ég myndi stíga upp. Mér fannst ég ekki góður gegn KA og það var mikilvægt að ég myndi hjálpa liðinu sem var mjög gott.“ „Það var kærkomið að labba út af vellinum með sigur. Það var auðvitað gaman að skora en maður var farinn að „kreiva“ sigurinn.“ Í stöðunni 4-1 hafði bæði Jónatan og Gylfi Þór Sigurðsson skorað tvö mörk. Jónatan skoraði sitt þriðja mark eftir skot frá Gylfa sem Christoffer Felix Cornelius Petersen, markmaður HK, varði. „Við hlógum af þessu. Ég vissi ekki af honum en hann átti gott skot og maður fylgir alltaf eftir því maður veit að skotin hans fara á markið og ég var klár og mark er mark sama hver skorar það.“ Aðspurður hvernig Túfa hefur komið inn sem þjálfari Vals sagðist Jónatan vera ánægður með hans störf. „Það hefur verið lítill tími og stutt á milli leikja en hann hefur komið með sínar áherslur og mun hægt og rólega bæta við meira sem er jákvætt,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson eftir leik.
Besta deild karla Valur Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira