Hátíðin var hin glæsilegasta og fór fram á Stade de France fyrir framan um það bil 70 þúsund áhorfendur. Boðið var upp á glæsileg tónlistaratriði til viðbótar við hefðbundin ræðuhöld en leikum lauk svo með stórkoslegri flugeldasýningu.
Hápunktur hátíðarinnar var þó mögulega atriðið þar sem Bandaríkjamenn tóku formlega við Ólympíukyndlinum. Hollywood-leikarinn Tom Cruise gerði sér lítið fyrir og seig niður af þaki leikvangsins og fékk... ja, ekki logann en Ólympíufánann frá Karen Bass, borgarstjóra Los Angeles, og fimleikahetjunni Simone Biles.

Við tók sena þar sem beinni útsendingu og fyrirfram tilbúnu efni var skeytt saman, þar sem Cruise flutti fánann heim yfir hafið og í hendur íþróttafólks sem bar hann að ströndum Los Angeles. Þar tóku við tónleikar þar sem Red Hot Chili Peppers, Billie Eilish og Snoop Dogg og Dr. Dre komum meðal annars fram.
Ef marka má umsagnir fjölmiðlafólks og annarra á samfélagsmiðlum er ljóst að mörgum þóttu Bandaríkjamennirnir hafa misnotað stórgott tækifæri til að láta ljós sitt skína með því að slá upp einföldu strandpartý eftir mikilfengleikann í Frakklandi.
Sjá má þetta stórfenglega atriði hér.