„Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 13:02 Luciana Dal Agnol og Gui Malheiros áður en heimsleikarnir hófust. Hún sagði frá því á samfélagsmiðlum hvað fór fram á bak við tjöldin hjá CrossFit samtökunum eftir að Lazar Dukic drukknaði. @ludalagnol Eiginkona eins keppandans á heimsleikunum í CrossFit hefur gagnrýnt hvernig staðið var að ákvörðuninni um að halda keppni áfram á heimsleikunum. Það var gert þrátt fyrir að einn keppandi hafi drukknað í fyrstu grein leikanna. Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox) CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira
Luciana Dal Agnol er eiginkona Gui Malheiros, keppanda á heimsleikunum í CrossFit. Hann var einn af þeim sem treysti sér ekki til að halda keppni áfram. CrossFit samtökin héldu fundu með keppendum um kvöldið á þessum hræðilega degi þar sem Lazar Dukic drukknaði. Fjölmiðlafólk hafði ekki aðgang að fundinum. Stóðu upp og yfirgáfu fundinn Dal Agnol sagði frá því sem fór fram á fundinum á samfélagsmiðum sínum. Fundurinn tók marga klukkutíma. Það er hennar mat að ákvörðunin um að halda keppni áfram hafi verið tekin án þess að taka almennilega mið af andlegu ástandi íþróttafólksins eða hvaða áhrif það hefði á alla, að halda keppni áfram. „Strax í upphafi þá tilkynntu þau að keppninni yrði haldið áfram. Á þeim tímapunkti stóðu nokkrir keppendur upp og yfirgáfu fundinn. Þar á meðal var Gui því að hans mati var það óásættanlegt að halda áfram eftir slíkan harmleik,“ sagði Dal Agnol samkvæmt frétt Boxrox vefsins. Luciana segir þó að þau hjónin hafi snúið aftur á fundinn með von um það að geta komið með sín sjónarmið inn í umræðuna. Fundurinn tók alls fjóra klukkutíma. Eyddu mörgum klukkutímum þarna „Við eyddum mörgum klukkutímum þarna. Íþróttafólkið kom með hugmyndir um hvað væri hægt að gera til að þeim liði aðeins betur með það að keppa. Sem dæmi að allir væru í bol með nafninu hans og ekki því að auglýsa einhver fyrirtæki. Gera allt til heiðurs Lazars,“ sagði Dal Agnol. „Það var líka lagt til að verðlaunafénu yrði skipt jafnt á milli allra keppenda þannig að þetta yrði ekki lengur peningakeppni. Restin færi síðan til fjölskyldu Lazars. Þrátt fyrir allt þetta þá var lokaákvörðunin að halda áfram eins og hafði verið skipulagt. Þetta var ákvörðun sem gaf ekki rétta mynd af því sem íþróttafólkið vildi gera,“ sagði Dal Agnol. Ekki hlustað „Það var ekki hlustað á það sem íþróttafólkið eða þjálfararnir höfðu lagt til. Þeir vildu bara deila ábyrgðinni með íþróttafólkinu en gerðu síðan bara það sem þeir vildu gera. Í lokin var ákvörðunin bara það sem CrossFit samtökin vildu sjálf,“ sagði Dal Agnol. Það má lesa meira hér. View this post on Instagram A post shared by BOXROX (@boxrox)
CrossFit Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira