Liverpool hefur ekki enn boðið Van Dijk nýjan samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 11:01 Það er óvissa um framtíð Virgils van Dijk hjá Liverpool því hann gæti farið frítt næsta sumar. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, er að renna út á samningi eftir þetta tímabil en sá hollenski segist ekki hafa fengið nýtt samningstilboð frá félaginu. ESPN segir frá þessu en leikmaðurinn var i viðtali eftir síðasta leik liðsins. Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum liðsins á lokaári síns samnings en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. „Það er engin breyting eins og staðan er núna,“ sagði Van Dijk eftir 4-1 sigur á Sevilla í æfingarleik á Anfield í gær. Liverpool hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar en stóra breytingin er þegar Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri af Jürgen Klopp. Van Dijk er vongóður um að fá nýja leikmenn í hópinn. „Auðvitað finnst mér að við ættum að kaupa einhverja leikmenn enda langt tímabil fram undan. Þeir eru að vinna í þessu á bak við tjöldin og ég hef fulla trú á því og treysti félaginu til að gera það rétta í stöðunni. Þeir munu setja saman besta mögulega liðið til að hjálpa okkur að keppa um titla á öllum vígstöðvum,“ sagði Van Dijk. Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018. Hann tók við fyrirliðabandinu þegar Jordan Henderson yfirgaf félagið í fyrra. 🚨🔴 Virgil van Dijk says Liverpool have not offered him new contract yet: “There is no changes at the moment”.“I think we should make some signings based on how long the season will go but they are working behind the scenes and I am fully convinced and trust the club that they… pic.twitter.com/O8RuOinRck— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
ESPN segir frá þessu en leikmaðurinn var i viðtali eftir síðasta leik liðsins. Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum liðsins á lokaári síns samnings en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. „Það er engin breyting eins og staðan er núna,“ sagði Van Dijk eftir 4-1 sigur á Sevilla í æfingarleik á Anfield í gær. Liverpool hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar en stóra breytingin er þegar Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri af Jürgen Klopp. Van Dijk er vongóður um að fá nýja leikmenn í hópinn. „Auðvitað finnst mér að við ættum að kaupa einhverja leikmenn enda langt tímabil fram undan. Þeir eru að vinna í þessu á bak við tjöldin og ég hef fulla trú á því og treysti félaginu til að gera það rétta í stöðunni. Þeir munu setja saman besta mögulega liðið til að hjálpa okkur að keppa um titla á öllum vígstöðvum,“ sagði Van Dijk. Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018. Hann tók við fyrirliðabandinu þegar Jordan Henderson yfirgaf félagið í fyrra. 🚨🔴 Virgil van Dijk says Liverpool have not offered him new contract yet: “There is no changes at the moment”.“I think we should make some signings based on how long the season will go but they are working behind the scenes and I am fully convinced and trust the club that they… pic.twitter.com/O8RuOinRck— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira