Tískugyðjur komu saman í Kaupmannahöfn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 11:01 Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í liðinni viku. SAMSETT Það var hátísku líf og fjör í Kaupmannahöfn í síðastliðinni viku þar sem hin sívinsæla tískuvika fór fram. Vikan var stærri en nokkru sinni fyrr og sóttu stórstjörnur á borð við Pamelu Anderson sýningarnar og tóku púlsinn á norrænu tískunni. Tískugyðjur heimsins komu saman og götur Kaupmannahafnar urðu að eins konar tískupalli þar sem ekkert var gefið eftir í klæðaburði. Hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir, meðstofandi danska tískurisans Rotate, hélt vel heppnaða sýningu og Pamela Anderson lét sig ekki vanta. Þóra Valdimarsdóttir, Pamela Anderson og Jeanette Madsen.Martin Sylvest Andersen/Getty Images for PANDORA View this post on Instagram A post shared by Jeanette (@_jeanettemadsen_) Hnésíðar stuttbuxur virðast mjög heitar um þessar mundir og sömuleiðis pils sem eru notuð sem kjólar. Danski tískurisinn Baum und Pferdgarten frumsýndi nýjan slíkan kjól á vel sóttri og gríðarstórri sýningu sinni í síðustu viku. Baum und Pfergarten sýndi nýju línu sína fyrir vor/sumar 2025.Helle Moos Instagram áhrifavaldurinn og tískudrottningin Selma Kaci sat í fremstu röð á sýningunni og klæddist þessum stutta kjól sem minnir á pils.Raimonda Kulikauskiene/Getty Images Sýningin fór fram á íþróttavelli og sótti innblástur í íþróttir á borð við fótbolta, þar sem sumar fyrirsætur gengu með steinaðar fótboltatöskur. Fótboltatöskurnar vöktu athygli á sýningu Baum und Pferdgarten.Helle Moos Sólin lét sig ekki vanta á tískuvikunni og viðraði því vel til útisýninga. Daginn eftir að tískuviku lauk fór svo að rigna, veðurguðirnir virðast vera með tískunni í liði. Kvöldsólin skein skært á sýningu Baum und Pferdgarten síðastliðið miðvikudagskvöld. Gallaefni virðist vera mjög heitt um þessar mundir.Helle Moos Íþróttir og tíska mætast hér á skemmtilegan hátt hjá Baum und Pferdgarten.Helle Moos View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Tískugestir klæddust skemmtilegum klæðnaði.Dóra/Vísir Danski hátískuprinsinn Henrik Vibskov sló sömuleiðis í gegn með listræna sýningu að vanda. View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Danmörk Tíska og hönnun Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískugyðjur heimsins komu saman og götur Kaupmannahafnar urðu að eins konar tískupalli þar sem ekkert var gefið eftir í klæðaburði. Hin íslenska Þóra Valdimarsdóttir, meðstofandi danska tískurisans Rotate, hélt vel heppnaða sýningu og Pamela Anderson lét sig ekki vanta. Þóra Valdimarsdóttir, Pamela Anderson og Jeanette Madsen.Martin Sylvest Andersen/Getty Images for PANDORA View this post on Instagram A post shared by Jeanette (@_jeanettemadsen_) Hnésíðar stuttbuxur virðast mjög heitar um þessar mundir og sömuleiðis pils sem eru notuð sem kjólar. Danski tískurisinn Baum und Pferdgarten frumsýndi nýjan slíkan kjól á vel sóttri og gríðarstórri sýningu sinni í síðustu viku. Baum und Pfergarten sýndi nýju línu sína fyrir vor/sumar 2025.Helle Moos Instagram áhrifavaldurinn og tískudrottningin Selma Kaci sat í fremstu röð á sýningunni og klæddist þessum stutta kjól sem minnir á pils.Raimonda Kulikauskiene/Getty Images Sýningin fór fram á íþróttavelli og sótti innblástur í íþróttir á borð við fótbolta, þar sem sumar fyrirsætur gengu með steinaðar fótboltatöskur. Fótboltatöskurnar vöktu athygli á sýningu Baum und Pferdgarten.Helle Moos Sólin lét sig ekki vanta á tískuvikunni og viðraði því vel til útisýninga. Daginn eftir að tískuviku lauk fór svo að rigna, veðurguðirnir virðast vera með tískunni í liði. Kvöldsólin skein skært á sýningu Baum und Pferdgarten síðastliðið miðvikudagskvöld. Gallaefni virðist vera mjög heitt um þessar mundir.Helle Moos Íþróttir og tíska mætast hér á skemmtilegan hátt hjá Baum und Pferdgarten.Helle Moos View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw) Tískugestir klæddust skemmtilegum klæðnaði.Dóra/Vísir Danski hátískuprinsinn Henrik Vibskov sló sömuleiðis í gegn með listræna sýningu að vanda. View this post on Instagram A post shared by Copenhagen Fashion Week (@cphfw)
Danmörk Tíska og hönnun Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira