Framsókn og VG útiloki ekkert Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. ágúst 2024 12:15 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formenn þingflokka Vinstri Grænna og Framsóknar segja flokkana ganga óbundna til kosninga og útiloka ekkert samstarf, líkt og þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Áhugaverður síðasti þingvetur kjörtímabilsins sé fram undan. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali í Morgunblaðinu um helgina að í sínum huga væri útilokað að ríkisstjórnarsamstarfinu yrði haldið áfram eftir næstu kosningar. Alþingi verður sett þann 10. september næstkomandi og hefst þá síðasti þingvetur kjörtímabilsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú í algjöru lágmarki samkvæmt síðustu könnunum og bent hefur verið á að upptaktur kosningabaráttunnar sé að hefjast. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við Morgunblaðið um helgina að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gefið of mikið eftir gagnvart Vinstri Grænum.Vísir/Vilhelm Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, segir ummæli Hildar ekki koma á óvart. Sinn flokkur útiloki aftur á móti ekkert. „Við í Framsókn göngum algjörlega óbundin til kosninga og það er þjóðarinnar að segja til um hvernig þau sjá þetta fyrir sér,“ segir Ingibjörg. „Það hefur gengið á ýmsu í stjórnarsamstarfinu en allir þessir þrír flokkar gengu samt sem áður að vissum stjórnarsáttmála fyrir þremur árum síðan og ákváðu að fara í þetta stjórnarsamstarf aftur, vitandi hverjar áherslur flokkanna voru. Þannig það blasti við,“ segir Ingibjörg. „Ég held að fyrst og fremst verðum við að axla þessa ábyrgð og klára þetta kjörtímabil.“ Óvíst hvort kosið verði að vori eða hausti Ingibjög býst við áhugaverðum þingvetri en segist ekki hafa heyrt hvort stefnt sé að kosningum næsta vor eða haust. „Eðli máls samkvæmt ljúkum við þessum fjórum árum haustið 2025 en hvort það verði fært aftur til vorsins eins og venjan var veit ég ekki,“ segir Ingibjörg. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri Grænna, tekur undir með Ingibjörgu að því leyti að framhaldið ráðist í næstu kosningum. „Við höfum auðvitað öll okkar skoðanir á þessu stjórnarsamstarfi en það er líka alveg ljóst að við erum í því eins og staðan er í dag og ég tel mig vita að við erum öll að vinna í því að heilindum þar til kosið verður næst.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri Grænna, hefur þó sagt að flokkurinn, sem mælist ekki inni á þingi eins og er, þurfi að leita í ræturnar og staðsetja sig vel til vinstri fyrir næstu kosningar. „Við göngum auðvitað óbundin til kosninga og nú ríður á, og það gildir um okkur eins og aðra, að við sýnum hvert okkar erindi er í pólitík, sem ég tel vera mjög mikið,“ segir Orri.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Sjá meira